Fyrirtækið
Vandaðar afurðir til ánægðra viðskiptavina
Norðurál hefur framleitt ál og álblöndur samkvæmt þörfum viðskiptavina á ábyrgan, öruggan og samkeppnisfæran hátt frá árinu 1997 og hefur starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 350 þúsund tonnum af hreinu áli á hverju ári.
Lykiltölur úr rekstri 2023
Framleitt var 310.421 tonn af áli árið 2023, en til þess notuðum við um fjórðung alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi. Fjöldi stöðugilda var 614.
Raforkukaup Norðuráls
Norðurál nýtir um fjórðung allrar raforku sem framleidd er á Íslandi og við höfum fullan skilning á því að almenningur vilji hafa skýra mynd af nýtingu og afgjaldi auðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar.
Stjórnendur
820 4004
solveig@nordural.is
663 2100
margretros@nordural.is
Skipurit, svið og deildir Norðuráls
Starfsemi Norðuráls skiptist í átta svið sem heyra undir skrifstofu forstjóra. Ítarlegar upplýsingar um innra skipulag fyrirtækisins er að finna hér.
Heiðarleg viðskipti
Móðurfélag Norðuráls, Century Aluminum Company, og dótturfélög þess hafa einsett sér að ástunda gott siðferði og fara að lögum í viðskiptum um allan heim.
Upplýsingar fyrir birgja
Norðurál er einn stærsti kaupandi á vörum og þjónustu á Íslandi. Við verjum að jafnaði um sjö milljörðum króna í rekstrarvörur, sérfræðiþjónustu, efni og tæki sem keypt eru af fjölda innlendra aðila, allt frá gróðurhúsabændum að verkfræðistofum.
Gæðavottanir
Norðurál er með ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu, ISO 9001 vottað gæðastjórnunarkerfi og umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki samkvæmt ÍST 85:2012 og handhafi gullmerkis PWC.
Stefna Norðuráls
Norðurál leggur áherslu á gæðavitund starfsfólks og þátttöku í stöðugum umbótum og lögð er áhersla á að starfsemin sé í sátt við umhverfið. Norðurál hefur öryggi starfsfólks og heilbrigði í fyrirrúmi og hagar starfsemi sinni og viðskiptum með virðingu fyrir mannréttindum.
Merki Norðuráls
Merki Norðuráls má ekki nota nema með leyfi fyrirtækisins og ekki má nota aðrar útgáfur þess en þær sem hægt er að sækja hér að neðan. Vinsamlegast kynnið ykkur leiðbeiningar um rétta notkun merkisins og hafið endilega samband ef einhverjar spurningar vakna.