Starfsfólkið
Við komum úr öllum áttum
Við mismunum ekki á grundvelli kyns, uppruna, trúarbragða eða kynhneigðar. Fjölbreytni styrkir starfsemina og hjálpar okkur að ná framúrskarandi árangri.
Mannréttinda og jafnréttisstefna: Norðurál hagar starfsemi sinni og viðskiptum með virðingu fyrir mannréttindum. Norðurál leggur áherslu á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda, óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum eða uppruna. Norðurál vinnur að stöðugum umbótum og uppfyllir lög og reglur um mannréttindi og jafnrétti.
Mannréttinda- og jafnréttismarkmið: Forvarnir gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi. Stuðla að jöfnun kynjahlutfalls. Jöfn starfskjör fyrir sambærileg störf.
Mannauður
Hjá Norðuráli mismunum við ekki á grundvelli kyns, uppruna, trúarbragða eða kynhneigðar. Fjölbreytni styrkir starfsemina og hjálpar okkur að ná framúrskarandi árangri. Við leggjum áherslu á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda og högum starfsemi okkar og viðskiptum með virðingu fyrir mannréttindum að leiðarljósi.
Hæfni og metnaður
Norðurál ræður hæfa og metnaðarfulla starfsmenn samkvæmt faglegu ráðningarferli. Nýir starfsmenn fá hlýjar móttökur og viðeigandi starfsþjálfun. Allir starfsmenn skilja hlutverk sitt og ábyrgð og fá reglulega og uppbyggilega endurgjöf.
Við erum stolt af samstarfsfólki okkar, fyrirtækinu og þeim árangri sem við höfum náð. Við erum jafnframt hluti af stærra samfélagi sem nær til fjölskyldna okkar, nágrennis og alls umhverfisins. Við erum stolt af samfélagi okkar og viljum að samfélagið sé stolt af okkur.
Þjálfun og starfsþróun
Starfsfólk Norðuráls hefur margvísleg tækifæri til menntunar og þróunar í starfi. Þörf fyrir þjálfun og starfsþróun er metin árlega í samræmi við metnað og hæfni einstaklingsins og þarfir fyrirtækisins. Efnilegir starfsmenn eru hvattir til áframhaldandi þróunar og þjálfunar.
Norðurál starfrækir stóriðjuskóla með það að markmiði að starfsfólk öðlist meiri starfsánægju og sjálfstraust með aukinni færni, þekkingu og skilningi á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli. Að sama skapi eykur námið verðmætasköpun, styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækisins og gerir vinnustaðinn eftirsóknarverðari.
Öryggisreglur Norðuráls
Hjá Norðuráli er mikil áhersla lögð á öryggi og vinnuvernd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir slys og óhöpp. Til að tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og þeirra gesta sem á svæðinu eru, er gerð krafa um að allir sem starfa á athafnasvæði Norðuráls kynni sér öryggisreglurnar til hlítar. Reglurnar ná til allra sem starfa innan athafnasvæðis Norðuráls.
Stóriðjuskóli
Norðurál hefur starfrækt stóriðjuskóla frá árinu 2012. Markmiðið er að þeir starfsmenn fyrirtækisins sem ljúka náminu öðlist meiri starfsánægju og sjálfstraust með aukinni færni, þekkingu og skilningi á lykilferlum við örugga og hagkvæma framleiðslu á áli. Að sama skapi eykur námið verðmætasköpun, styrkir samkeppnisstöðu fyrirtækisins og gerir vinnustaðinn eftirsóknarverðari.
Starfsmannafélagið STNA
Starfsmannafélag Norðuráls, STNA, stýrir félagsstarfi og skipuleggur skemmtanir, ferðalög, fræðslu og aðra viðburði. Félagið hefur veg og vanda af jólaundirbúningi, árshátíð og sumarhátíð, og styrkir starfsemi ýmissa sjálfstæðra félaga starfsfólks – veiðifélag, golfklúbb, jeppaklúbb og keilufélag.
Öll saman!
Slagorðið – Öll saman! – vísar til þess að öryggi er samstarfsverkefni okkar allra. Við gætum hvers annars og hjálpumst að við að leysa hvers kyns verkefni með skynsamlegasta og öruggasta hætti.
Öryggis- og heilbrigðisstefna: Norðurál hefur öryggi og heilbrigði í fyrirrúmi. Starfsfólk þekki áhættur og örugg vinnubrögð og að ekkert verk eigi að vinna við ótryggar aðstæður. Áhersla er lögð á virka þátttöku starfsfólks í forvörnum og umbótum. Norðurál uppfyllir lög og reglur um öryggis- og heilbrigðismál. Öryggis- og heilbrigðismarkmið: Öruggur vinnustaður ·Heilsuvernd starfsfólks ·Þátttaka starfsfólks í forvörnum