Starfsfólkið okkar

Við komum úr öllum áttum

Norðurál er fjölþjóðlegur vinnustaður. Við mismunum ekki á grundvelli kyns, uppruna, trúarbragða eða kynhneigðar. Fjölbreytni styrkir starfsemina og hjálpar okkur að ná framúrskarandi árangri.

Störf í boði
Uppfæra umsókn
Vaktatöflur
Reglur um persónuvernd

Hæfni og metnaður

Norðurál ræður hæfa og metnaðarfulla starfsmenn samkvæmt faglegu ráðningarferli. Nýir starfsmenn fá hlýjar móttökur og viðeigandi starfsþjálfun. Allir starfsmenn skilja hlutverk sitt og ábyrgð og fá reglulega og uppbyggilega endurgjöf.

Við erum stolt af samstarfsfólki okkar, fyrirtækinu og þeim árangri sem við höfum náð. Við erum jafnframt hluti af stærra samfélagi sem nær til fjölskyldna okkar, nágrennis og alls umhverfisins. Við erum stolt af samfélagi okkar og viljum að samfélagið sé stolt af okkur.

 

Þjálfun og starfsþróun

Starfsfólk Norðuráls hefur margvísleg tækifæri til menntunar og þróunar í starfi. Þörf fyrir þjálfun og starfsþróun er metin árlega í samræmi við metnað og hæfni einstaklingsins og þarfir fyrirtækisins. Efnilegir starfsmenn eru hvattir til áframhaldandi þróunar og þjálfunar.

 

Stjórnendur

Gunnar Guðlaugsson Forstjóri Norðuráls
Sólveig Kr. Bergmann Yfirmaður samskipta solveig@nordural.is 820 4004
Fjalar Ríkharðsson Framkvæmdastjóri tæknisviðs
Gauti Höskuldsson Framkvæmdastjóri kerskála og skautsmiðju
Kristinn Bjarnason Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Ólafur Arnar Friðriksson Framkvæmdastjóri steypuskála
Sigrún Helgadóttir Framkvæmdastjóri starfsmanna- og innkaupasviðs
Steinunn Dögg Steinsen Framkvæmdastjóri öryggis- og umhverfissviðs

Starfsmannafélagið STNA

Starfsmannafélag Norðuráls, STNA, stýrir félagsstarfi og skipuleggur skemmtanir, ferðalög, fræðslu og aðra viðburði.

Félagið hefur veg og vanda af jólaundirbúningi, árshátíð og sumarhátíð, og styrkir starfsemi ýmissa sjálfstæðra félaga starfsfólks – veiðifélag, spilafélag golf og knattspyrnuklúbbinn.