Léttari heimur með íslensku áli
Sumarstörf
Norðurál leitar að duglegu og metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og vel launuð sumarstörf, bæði í vaktavinnu og dagvinnu. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og býður upp á ferðir til og frá vinnu. Kannaðu málið.
55% minni losun árið 2030
Norðurál setti það markmið að losun gróðurhúsalofttegunda, utan viðskiptakerfis ESB, skyldi árið 2030 hafa dregist saman um a.m.k. 40% miðað við árið 2015. Árið 2023 nam samdráttur í losun 45% og er upphaflegu markmiði því þegar náð, sjö árum á undan áætlun. Við stefnum að enn frekari árangri og setjum nú markið á 55% samdrátt árið 2030.
Samfélagsskýrsla Norðuráls
Árið 2023 var Norðuráli bæði farsælt og árangursríkt. Við héldum áfram að stíga mikilvæg skref í átt að kolefnishlutleysi, betri rekstri og minni sóun með þátttöku í ýmsum verkefnum. Þannig stefndum við markvisst í rétta átt að því að vera til fyrirmyndar í framleiðslu áls á Íslandi.
Ný framleiðslulína
Norðurál reisir nýja framleiðslulínu í steypuskála álversins á Grundartanga. Um er að ræða 16 milljarða fjárfestingaverkefni sem skilar verðmætari og umhverfisvænni afurð.
Samfélagsleg ábyrgð
Hjá Norðuráli er lögð áhersla á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Stöðugt er unnið að því að halda umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki og nýta vel orku og hráefni. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda, óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum eða uppruna. Við leitumst við að hafa hvetjandi áhrif á alla virðiskeðju okkar og leggjum áherslu á að innkaup séu unnin af heilindum og í samræmi við gildi fyrirtækisins.
Lykiltölur og ársreikningur
Framleitt var 310.421 tonn af áli árið 2023, en til þess notuðum við um fjórðung alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi. Fjöldi stöðugilda var 614.
Á Grundartanga frá 1997
Norðurál á Grundartanga er í hópi stærstu álvera Evrópu, með rúmlega 300.000 tonna ársframleiðslu og um 600 manns að störfum.
- 2014 Framleiðsluaukning með straumhækkun undirbúin og framleiðsla á melmi hefst. Mercedes-Benz notar ál frá Norðuáli í C-Class bílinn sem er næstum 50% úr áli.
- 2015 Norðurál undirritar Parísarsáttmálann og skuldbindur sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs.
- 2016 Flokkun á lífrænum úrgangi hafin í mötuneyti, en þar eru um 110 þúsund máltíðir snæddar ár hvert. Græn stæði tekin í notkun.
- 2017 Um 317.000 tonn af áli og álblöndum framleidd. Starfsmenn eru um 600.
- 2018 Átaksverkefnið "Öll saman" hefst, þar sem minnt er á að öryggi er samstarfsverkefni allra starfsmanna.
- 2019 Norðurál hlýtur alþjóðlega ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu, sem og Jafnlaunavottun með gullmerki PwC.
- 2020 Norðurál setur á markað vörulínuna Natur-Al™ sem hefur eitt lægsta kolefnisfótspor sem völ er á í heiminum.
- 2021 Gengið frá sölusamningi um Natur‐Al™ til austurríska fyrirtækisins HAI. Um er að ræða fyrsta langtímasamning um grænt ál, á heimsvísu.
- 2022 Norðurál er valið Umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum Atvinnulífsins.
- 2023 Markmið um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda í loftslagáætlun Norðuráls er náð. Stefnt er að enn frekari árangri og markið sett á 55% samdrátt árið 2030.