Léttari heimur með íslensku áli

Samfélagsleg ábyrgð

Hjá Norðuráli er lögð áhersla á virðingu fyrir mannréttindum, samfélagi og umhverfi. Stöðugt er unnið að því að halda umhverfisáhrifum af starfseminni í lágmarki og nýta vel orku og hráefni. Öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsfólks er í fyrirrúmi. Lögð er áhersla á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda, óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum eða uppruna. Við leitumst við að hafa hvetjandi áhrif á alla virðiskeðju okkar og leggjum áherslu á að innkaup séu unnin af heilindum og í samræmi við gildi fyrirtækisins.

 

Á Grundartanga frá 1997

Norðurál á Grundartanga er í hópi stærstu álvera Evrópu, með rúmlega 300.000 tonna ársframleiðslu og um 600 manns að störfum.

  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • 2022
  • 2023
Meira

Velkomin í heimsókn!

Álverið okkar er að mörgu leyti óvenjulegur staður sem er gaman að heimsækja. Kerskálarnir okkar eru lengsta bygging landsins, nærri 4,5 kílómetrar að lengd og snúrulagerinn er ekki beinlínis til heimilisbrúks. Við bjóðum hópum sem vilja koma og kynna sér starfsemina velkomna í skoðunarferð um svæðið, með viðkomu í Júnnakaffi, Baðhúsinu og Vörtum 1 og 2. Sendu okkur tölvupóst eða hringdu í 430 1000 og við finnum tíma sem hentar.