UmhverfiogSamfelag

Umhverfi og samfélag

Umhverfisstefna Norðuráls

Norðurál leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsfólks í umbótum. Norðurál uppfyllir kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglum um umhverfismál.

Umhverfismarkmið okkar eru:
· Lágmörkun losunar
· Starfsfólk þekki umhverfisáhrif starfseminnar
· Ábyrg endurnýting og förgun

Umhverfisstjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 14001 staðlinum.

Mest rannsakaða svæði landsins

Nánasta umhverfi okkar í Hvalfirði er óefað eitt mest rannsakaða svæði á Íslandi. Óháðir aðilar hafa eftirlit með 109 mæliþáttum á stóru svæði til að ganga úr skugga um að starfsemin á Grundartanga hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið. Niðurstöður sýna ótvírætt að Norðurál uppfyllir öll viðmiðunarmörk í starfsleyfi og reglugerðum.

Smelltu á vöktunarstaði til að fá nánari upplýsingar um vöktun á loftgæðum, ferskvatni og sjó, gróðri og húsdýrum.

Skýrslur um umhverfisvöktun

Grænt bókhald

Norðurál heldur Grænt bókhald, sem er nákvæm skrá yfir allt efni sem kemur til álversins og allt sem fer frá því. Markmið okkar er að takmarka alla efnisnotkun eins og kostur er og gera ítarlega grein fyrir því hvað verður um öll óæskileg efni.

Grænt bókhald