Stefnur Norðuráls

 

 

Gæðastefna

Norðurál framleiðir ál samkvæmt þörfum viðskiptavina á ábyrgan, öruggan og samkeppnisfæran hátt. Lögð er áhersla á gæðavitund starfsfólks og þátttöku í stöðugum umbótum. Norðurál er ábyrgur þegn í samfélaginu og uppfyllir lög og reglur um starfsemi fyrirtækisins. Gæðastjórnunarkerfi er reglulega rýnt og endurbætt.

Gæðamarkmið:

 • Ánægðir viðskiptavinir
 • Skilvirk framleiðsla
 • Framúrskarandi afurðir

 

Umhverfisstefna

Norðurál leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsfólks í umbótum. Norðurál uppfyllir kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglum um umhverfismál.

Umhverfismarkmið:

 • Lágmörkun losunar
 • Starfsfólk þekki umhverfisáhrif starfseminnar
 • Ábyrg endurnýting og förgun

 

Öryggis- og heilbrigðisstefna

Norðurál hefur öryggi og heilbrigði í fyrirrúmi. Starfsfólk þekki áhættur og örugg vinnubrögð og að ekkert verk eigi að vinna við ótryggar aðstæður. Áhersla er lögð á virka þátttöku starfsfólks í forvörnum og umbótum. Norðurál uppfyllir lög og reglur um öryggis- og heilbrigðismál.

Öryggis- og heilbrigðismarkmið:

 • Slysalaus vinnustaður
 • Heilsuvernd starfsfólks
 • Þátttaka starfsfólks í forvörnum

 

Mannréttinda og jafnréttisstefna

Norðurál hagar starfsemi sinni og viðskiptum með virðingu fyrir mannréttindum. Norðurál leggur áherslu á jafnan rétt starfsfólks til starfsframa, launa og réttinda, óháð kynferði, kynhneigð, trúarbrögðum eða uppruna. Norðurál vinnur að stöðugum umbótum og uppfyllir lög og aðrar kröfur um mannréttindi og jafnrétti.

Mannréttinda- og jafnréttismarkmið:

 • Forvarnir gegn einelti, áreitni og öðru ofbeldi
 • Stuðla að jöfnun kynjahlutfalla
 • Jöfn starfskjör fyrir sambærileg störf

 

Gagna- og upplýsingastjórnunarstefna

Norðurál leggur áherslu á að gögn fyrirtækisins séu ávallt áreiðanleg og tiltæk. Vinnubrögð við meðhöndlun gagna og upplýsinga eru samræmd og vistun þeirra örugg. Norðurál uppfyllir lagalegar kröfur um meðhöndlun gagna og upplýsinga.

Gagna- og upplýsingastjórnunarmarkmið:

 • Örugg og samræmd vistun gagna
 • Áreiðanlegar upplýsingar úr gögnum fyrirtækisins
 • Þekking starfsfólks á gagna- og upplýsingastjórnun

 

Innkaupastefna

Norðurál leggur áherslu á að öll innkaup séu unnin af heilindum, ábyrgð og hagkvæmni. Norðurál hagar starfsemi sinni þannig að við innkaup er tekið tillit til gæða-, umhverfis-, öryggis- og heilsusjónarmiða. Norðurál vinnur að stöðugum umbótum og uppfyllir lög og reglur um innkaup er gilda hverju sinni.

Innkaupamarkmið:

 • Ábyrgð, heiðarleiki og hagkvæmni
 • Gæði og stöðugleiki reksturs tryggð
 • Þekking starfsfólks á ábyrgum innkaupum