Heiðarleg viðskipti

Móðurfélag Norðuráls, Century Aluminum Company, og dótturfélög þess hafa einsett sér að ástunda gott siðferði og fara að lögum í viðskiptum um allan heim. Bandarísk og alþjóðleg lög og reglur banna spillta viðskiptahætti, s.s. óeðlilega fyrirgreiðslu og rangfærslur í bókhaldi og öðrum gögnum.

Tilgangurinn með stefnunni er að setja upp staðla og verklag sem starfsmönnum er skylt að hlíta til að tryggja að farið sé að lögum og tryggja gott orðspor fyrirtækis sem stundar heiðarleg viðskipti.

Siðareglur

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, og öll tengd félög skuldbinda sig til þess að hlíta ströngustu kröfum um heiðarleika, siðferði og ráðvendni í viðskiptum. Stjórnendur skrifa undir siðareglur þar sem settar eru fram skýrar leiðbeiningar til þess að sporna við óheiðarleika og siðleysi í háttsemi og stuðla að því að öll starfsemi félagsins standist þessar kröfur.

Starfsmenn mega ekki leyfa, bjóða, lofa né veita greiðslur í reiðufé eða öðrum verðmætum, beint eða gegnum þriðja aðila, til opinbers embættismanns eða starfsmanns fyrirtækis í einkageiranum, né til maka, sambýlisaðila, barns eða annars skyldmennis neinna slíkra aðila í þeim tilgangi að hafa áhrif á eða umbuna fyrir gjörðir eða ákvarðanatöku slíkra aðila eða til að öðlast óviðeigandi ávinning. Á sama hátt mega starfsmenn og nánasta fjölskylda þeirra ekki krefjast, samþykkja né taka við peningagreiðslum eða öðrum verðmætum beint eða gegnum þriðja aðila umfram almennar viðskiptavenjur.

 

Yfirlýsing stjórnar