Upplýsingar fyrir birgja
Til þess að tryggja farsæl samskipti, hagkvæmni og öryggi í viðskiptum birgja við Norðurál hvetjum við alla samstarfsaðila okkar til að kynna sér innkaupaskilmála fyrirtækisins. Við gerð tilboða, hönnun og gæðaeftirlit fylgjum við margvíslegum stöðlum sem einnig er mikilvægt að kynna sér. Einnig leggjum við mikla áherslu á að skapa öruggt vinnuumhverfi þar sem öryggisreglum er fylgt til hlítar til að koma í veg fyrir öll óhöpp og slys. Reglurnar ná til allra sem starfa innan athafnasvæðis Norðuráls.
Helstu skilmálar, staðlar og vinnureglur:
Greiðsluskilmálar Norðuráls
Norðurál greiðir reikninga fyrir vöruúttektir og veitta þjónustu fyrir lok næsta mánaðar eftir úttekt, að því gefnu að reikningar berist eigi síðar en á fimmta virka degi eftir úttektarmánuð. Norðurál greiðir ekki reikninga eftir greiðsluseðlum. Sérstakur reikningur skal vera fyrir hverja innkaupapöntun.
Á öllum reikningum verður að koma fram pöntunarnúmer og upplýsingar um banka og reikningsnúmer viðtakanda greiðslu. Skortur á þessum upplýsingum getur leitt til þess að greiðslur dragist.
Reikningar í íslenskum krónum skulu ekki innhalda aura. Ef einhverjar breytingar verða á upplýsingum hjá birgja s.s. á kennitölu, bankareikningi o.þ.h. vinsamlegast hafið samband við innkaupafulltrúa Norðuráls.
Þjónustureikningar
Allir reikningar vegna framkvæmda eða viðhaldsverkefna sem berast til Norðuráls skulu hafa tiltekið verknúmer. Gera skal sérstakan reikning fyrir hvert verk (verknúmer) sem unnið er.
Reikningur verður ekki samþykktur nema að tiltekin fylgiskjöl fylgi reikningnum, s.s. samþykkt vinnutímaskýrsla, efnisskýrsla eða annað sem viðkemur greiðslu reiknings.
Á reikningum skal sýna með skýrum og aðgreinanlegum hætti stofn fyrir vinnu eða efni og hlut virðisaukaskatts. Á reikningi skal ennfremur sundurgreina heildarkostnað vegna vinnu, efnis og heildarfjölda vinnustunda. Gefa skal út sölureikning í þeim mánuði sem verkið er unnið.
Reikninga skal gefa út á viðeigandi fyrirtæki:
Norðurál Grundartangi ehf.
Kt. 570297-2609
Grundartanga
301 Akranes
VSK nr. 54495
Norðurál ehf.
Kt. 470404-2130
Skógarhlíð 12
105 Reykjavík
VSK nr. 99744
Alla reikninga skal senda til:
Norðurál Grundartangi ehf.
Grundartangi
301 Akranes