Hreint ál úr íslenskri orku
Íslenskt ál um allan heim
Hjá Norðuráli á Grundartanga í Hvalfirði starfa um 600 manns við að vinna hreint ál úr áloxíði með raforku úr fallvötnum og jarðvarma. Ál og álblöndur fara á erlenda markaði og íslenski áliðnaðurinn er ein stærsta útflutningsgrein landsins.
150.000 tonn af Natur‐Al™ áli til Hammerer Aluminium
Gengið hefur verið frá sölusamningi um 150.000 tonn af Natur‐Al™ áli yfir fimm ára tímabil til austurríska framleiðslufyrirtækisins Hammerer Aluminium Industries.
40% minni losun árið 2030
Norðurál hefur sett sér metnaðarfull markmið um að losun gróðurhúsalofttegunda utan viðskiptakerfis ESB skuli árið 2030 hafa dregist saman um a.m.k. 40% miðað við árið 2015.
Lykiltölur og ársreikningur 2019
Framleidd voru 315.867 tonn af áli árið 2019, en til þess notuðum við um fjórðung alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi. Fjöldi stöðugilda var 570.
Á Grundartanga frá 1997
Norðurál á Grundartanga er í hópi stærstu álvera Evrópu, með rúmlega 300.000 tonna ársframleiðslu og um 600 manns að störfum. Með Norðuráli breyta Íslendingar hluta þeirrar miklu orku sem landið okkar býr yfir í meira en 600 milljón dollara útflutningsverðmæti og ýta um leið undir notkun vistvænna orkugjafa og umhverfisvænna efna í farartæki, umbúðir og ótalmargt fleira.
- 2014 Framleiðsluaukning með straumhækkun undirbúin og framleiðsla á melmi hefst. Mercedes-Benz notar ál frá Norðuáli í C-Class bílinn sem er næstum 50% úr áli.
- 2015 Norðurál undirritar Parísarsáttmálann og skuldbindur sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs.
- 2016 Flokkun á lífrænum úrgangi hafin í mötuneyti, en þar eru um 110 þúsund máltíðir snæddar ár hvert. Græn stæði tekin í notkun.
- 2017 Um 317.000 tonn af áli og álblöndum framleidd. Starfsmenn eru um 600.
- 2018 Átaksverkefnið "Öll saman" hefst, þar sem minnt er á að öryggi er samstarfsverkefni allra starfsmanna.
- 2019 Norðurál hlýtur alþjóðlega ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu, sem og Jafnlaunavottun með gullmerki PwC
- 2020 Norðurál setur á markað vörulínuna Natur-Al™ sem hefur eitt lægsta kolefnisfótspor sem völ er á í heiminum.
Vönduð vinnubrögð tryggja jafnvægi í rekstri
MeiraNorðurál ræður hæft og metnaðarfullt starfsfólk
Við fögnum fjölbreytilegum bakgrunni og reynslu fólksins okkar. Við tökum með ánægju við umsóknum hvenær sem er og það er aldrei að vita nema við finnum þér starf sem hentar.
Stór og smá samfélagsverkefni
Ár hvert styrkir Norðurál tugi stórra og smárra samfélagsverkefna. Sótt er um styrk með því að senda tölvupóst á styrkur@nordural.is.
Velkomin í heimsókn!
Álverið okkar er að mörgu leyti óvenjulegur staður sem er gaman að heimsækja. Kerskálarnir okkar eru lengsta bygging landsins, nærri 4,5 kílómetrar að lengd og snúrulagerinn er ekki beinlínis til heimilisbrúks. Við bjóðum hópum sem vilja koma og kynna sér starfsemina velkomna í skoðunarferð um svæðið, með viðkomu í Júnnakaffi, Baðhúsinu og Vörtum 1 og 2. Sendu okkur tölvupóst eða hringdu í 430 1000 og við finnum tíma sem hentar.