Störf í boði

Sérfræðingar óskast

Vel menntaðir og áhugasamir fagmenn eru alltaf velkomnir til starfa hjá Norðuráli. Við leitum að einstaklingum með mikla öryggis- og umhverfisvitund, frumkvæði og skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Yfirverkfræðingur rafveitu

Norðurál óskar eftir að ráða yfirverkfræðing rafveitu, starfið heyrir undir framkvæmdastjóra viðhaldssviðs. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni fyrir einstakling sem hefur frumkvæði og metnað í starfi og býr yfir ríkri öryggisvitund.

Helstu verkefni:

• Tryggja rekstur rafveitu með öryggi, skilvirkni og hagkvæmni að leiðarljósi

• Skipulagning og samhæfing vinnu í rafveitu

• Innleiðing verkefna og verklags

• Innkaup á raforku

• Umsjón með dreifikerfi rafveitu

• Skýrslu- og áætlanagerð

• Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

• Rafmagnsverkfræði/tæknifræði (sterkstraumssvið)

• A-löggilding til rafvirkjunarstarfa

• Reynsla af störfum sem lúta að hönnun og/eða uppsetningu háspennuvirkja er kostur

• Rík öryggisvitund

• Leiðtogahæfni og frumkvæði

• Öguð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 9. september nk. Sækja skal um starfið á vef Capacent, www.capacent.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsjón með starfinu hafa Hilmar G. Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.

Norðurál á Grundartanga er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar.

Sækja um

Almennar umsóknir

Norðurál ræður hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem fær hlýjar móttökur og viðeigandi starfsþjálfun. Við fögnum fjölbreytilegum bakgrunni og reynslu fólksins okkar og komum jafnt fram við alla. Við tökum með ánægju við umsóknum hvenær sem er og það er aldrei að vita nema við finnum þér starf sem hentar.

Sækja um

Ráðningarferlið

Ráðningarferli Norðuráls felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp. Þar sem Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður er þess jafnframt krafist að allir starfsmenn sem Norðurál vill bjóða starf taki lyfjapróf sem framkvæmt er af óháðum heilbrigðisstarfsmanni. Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.