Störf í boði

Vinnustaðurinn okkar

Norðurál á Grundartanga er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál vill stuðla að jöfnu hlutfalli karla og kvenna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum til starfsþróunar. Norðurál er jafnlaunavottað fyrirtæki og handhafi gullmerkis PWC.

Starfsfólk á vaktir í mötuneyti

Við leitum að jákvæðum og duglegum einstaklingi í mötuneyti okkar á Grundartanga.

Helstu verkefni eru undirbúningur og framreiðsla á mat, uppvask og frágangur ásamt tilfallandi verkefnum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af vinnu í mötuneyti eða sambærilegu starfi er æskileg
  • Sjálfstæð og örugg vinnubrögð
  • Þjónustulund og góð samskiptahæfni
  • Snyrtimennska og stundvísi
  • Áhugi á matseld

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst og hafa bíl til umráða.

Unnið er á 8 tíma dag- og kvöldvöktum.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Hjaltalín sérfræðingur starfsmannaþjónustu í síma 430-1000. Umsóknarfrestur er til og með 30. september. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Sækja um

Almennar umsóknir

Norðurál ræður hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem fær hlýjar móttökur og viðeigandi starfsþjálfun. Við fögnum fjölbreytilegum bakgrunni og reynslu fólksins okkar og komum jafnt fram við alla. Við tökum með ánægju við umsóknum hvenær sem er og það er aldrei að vita nema við finnum þér starf sem hentar.

Sækja um

Ráðningarferlið

Ráðningarferli Norðuráls felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp. Þar sem Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður er þess jafnframt krafist að allir starfsmenn sem Norðurál vill bjóða starf taki lyfjapróf sem framkvæmt er af óháðum heilbrigðisstarfsmanni. Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.