Störf í boði

Framtíðin er spennandi í álframleiðslu á Íslandi og mun framþróun grænnar álframleiðslu hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

Íslenski áliðnaðurinn er ein af stærstu útflutningsgreinum landsins og Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Á hverju ári notum við endurnýjanlega raforku til að framleiða um 320.000 tonn af áli fyrir erlenda markaði.

Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um störf hjá fyrirtækinu. Hjá fyrirtækinu starfa um 600 manns með fjölbreytta menntun og bakgrunn. Norðurál er jafnlaunavottaður vinnustaður og handhafi gullmerkis PWC.

Ráðningarferlið

Umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Við leitum umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp. Þar sem Norðurál er vímuefnalaus vinnustaður er þess jafnframt krafist að allt starfsfólk sem Norðurál býður starf taki lyfjapróf sem framkvæmt er af heilbrigðisstarfsmanni. Umsóknum um auglýst störf er svarað þegar ráðið hefur verið í starfið.