
Störf í boði
Vinnustaðurinn okkar
Spennandi sumarstörf
Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Störfin henta öllum kynjum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- 18 ára lágmarksaldur
- Mikil öryggisvitund og árvekni
- Heiðarleiki og stundvísi
- Góð samskiptahæfni
- Dugnaður og sjálfstæði
- Bílpróf er skilyrði
Í boði eru árangurstengd laun. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarfsfólk í framleiðslu fer á námskeið vegna vinnuvélaréttinda. Umsóknir og upplýsingar eru á www.nordural.is eða í síma 430 1000. Öllum umsóknum svarað og trúnaði heitið.
Almennar umsóknir
Norðurál ræður hæft og metnaðarfullt starfsfólk sem fær hlýjar móttökur og viðeigandi starfsþjálfun. Við fögnum fjölbreytilegum bakgrunni og reynslu fólksins okkar og komum jafnt fram við alla. Við tökum með ánægju við umsóknum hvenær sem er og það er aldrei að vita nema við finnum þér starf sem hentar.