Framkvæmdir á Grundartanga

Framkvæmdir vegna nýrrar framleiðslulínu Norðuráls á Grundartanga standa yfir. Sjá nánar um verkefnið hér

Einn af verkþáttunum er að grafa gryfju nýs steypuskála og til að komast í gegnum klöpp í grunni þarf að sprengja fyrir gryfjunni. Sprengingar verða framkvæmda af reyndum verktaka, Ístaki og munu standa yfir næstu tvær vikur.

Sprengt er einu sinni á dag, annan hvern dag. Áætlað er að sú fyrsta verði framkvæmd miðvikudaginn 16.mars, kl. 10.