Góður árangur

Vöktunin, sem er ein viðamesta hér á landi, felur í sér rannsóknir og eftirlit með um 70 mæliþáttum í og við Hvalfjörð. Á árinu voru um 480 sýni tekin á um 150 sýnatökustöðum og voru rannsóknirnar gerðar af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun, Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri óháðum aðilum.

Skýrslur um niðurstöðu vöktunarinnar er að finna á hér.