Við berum víðtæka ábyrgð
Hér eru í fyrsta sinn gefnar út upplýsingar um samfélags-, umhverfis- og efnahagsmál í samræmi við viðmið GRI staðalsins (GRI Standards), en skýrslugerð verður árviss hér eftir. Um er að ræða kjarna (core) staðalsins og gerð skil á öllum þeim GRI vísum sem tengjast starfsemi Norðuráls. Stuðst er við kortlagningu stýrihóps á helstu snertiflötum starfseminnar, stefnu, gildum og markmiðum félagsins. GRI vísarnir eru aðgengilegir í GRI Index töflu. Stýrihópur vann að mikilvægisgreiningu í samráði við Langbrók ehf., GRI vottaðan ráðgjafa.