Grænt bókhald Norðuráls OLD

Grænt bókhald er ítarlegt yfirlit yfir umhverfisþáttinn í starfsemi fyrirtækja. Í grænu bókhaldi eru birtar upplýsingar um öll efni sem flutt eru að fyrirtæki, notuð í starfseminni og send frá fyrirtækinu, hvort sem um er að ræða afurð, sorp, efni til endurvinnslu eða útblástur. Grænt bókhald eykur vitund fyrirtækja og starfsmanna þeirra um umhverfisáhrif starfseminnar og hvetur til ábyrgrar umgengni um hráefni og nærumhverfi. Bókhaldið okkar nær aftur til ársins 2003 og sýnir með skýrum hætti að við höfum náð verulegum árangri á öllum sviðum: Allt frá bættri nýtingu hráefnis að endurvinnslu lífræns úrgangs í mötuneytinu.

Samkvæmt lögum nr. 7/1998 með lagabreytingu nr. 87/2001 um hollustuhætti og mengunarvarnir ber Norðuráli, eins og fjölda annarra fyrirtækja, að skila grænu bókhaldi árlega til Umhverfisstofnunar. Bókhaldið veitir almenningi aðgang að ítarlegum upplýsingum um umhverfisáhrif af starfsemi fyrirtækisins en það nýtist ekki síður í innra starfi okkar. Bókhaldið krefst forgangsröðunar og skipulagningar í anda umhverfisstjórnunar og stuðlar að betra skipulagi og auknum stöðugleika í daglegum rekstri.

Grænt bókhald frá 2003

2015   Grænt bókhald
2014   Grænt bókhald
2013   Grænt bókhald
2012   Grænt bókhald
2011   Grænt bókhald
2010   Grænt bókhald
2009   Grænt bókhald
2008   Grænt bókhald
2007   Grænt bókhald
2006   Grænt bókhald
2005   Grænt bókhald
2004   Grænt bókhald
2003   Grænt bókhald