Valur og ÍA meistarar karla í efstu deildum

Valur varð Íslandsmeistari karla í knattspyrnu 2018 annað árið í röð eftir spennandi og skemmtilega baráttu. Valsmenn eru nágrannar okkar við Hlíðarenda í Reykjavík og við erum meðal styrktaraðila þeirra. Á sama tíma náði hitt nágrannaliðið okkar, hið sögufræga lið ÍA, toppsæti Inkasso deildarinnar og mætir til leiks í efstu deild á næsta ári. Norðurál er stoltur stuðningsaðili meistaranna í báðum deildum og sendir innilegar hamingjuóskir á Skagann og Hlíðarenda. 

Áfram Valur og áfram ÍA!