Útskrift frá Stóriðjuskóla Norðuráls

Tíu nemendur útskrifuðust nýverið frá Stóriðjuskóla Norðuráls. Skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hafa á annað hundrað nemendur útskrifast. Tilgangur námsins er meðal annars sá að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu, og efla starfsánægju.

Þetta er sjötti hópurinn sem útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Um 80% þeirra sem hafa útskrifast eru í starfi hjá Norðuráli í dag á meðan önnur hafa kosið að afla sér frekari menntunar.

Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautarskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.

Við óskum útskriftarnemunum okkar til hamingju með áfangann og frábæran árangur!

Útskriftarnemarnir Anna Lísa Ævarsdóttir, Bjarki Þór Aðalsteinsson, Hafþór Karlsson, Hreinn Gunnarsson, Jóhann Bjarki Magnússon, Jóhanna Eva Gunnarsdóttir, Kristján Viðar Ingimarsson, Marvin Þrastarson, Sigurður Waage og Sigurþór Frímannsson. Með þeim á myndinni er Sigrún Helgadóttir, frkvstj. Norðuráls Grundartanga, Magnús Smári Snorrason, fræðslustjóri Norðuráls, og Guðrún Vala Elísdóttur, frkvstj. Símenntunar á Vesturlandi.