Umhverfisvöktun á Grundartanga

Niðurstöður umhverfisvöktunar á Grundartanga árið 2018 fyrir loftgæði, ferskvatn, sjó, gras og hey leiða í ljós að Norðurál uppfyllir öll viðmiðunarmörk sem sett eru í starfsleyfi og reglugerðum.

Umhverfisvöktunin er ein sú viðamesta hér á landi, en á árinu 2018 voru um 400 sýni tekin á um 120 sýnatökustöðum. Hún fer fram samkvæmt áætlun sem samþykkt er af Umhverfisstofnun. Skýrsluna er að finna hér.