Steinunn Dögg stýrir umhverfis- og öryggismálum allra álvera Century Aluminum

Steinunn Dögg Steinsen, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og öryggissviðs Norðuráls frá árinu 2018, hefur tekið við nýju hlutverki hjá Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls. Starfstitill Steinunnar verður „Vice President of HSE, Sustainability and Management Systems“ og felur í sér stjórn og ábyrgð á umhverfis- og öryggismálum allra álvera Century, í Bandaríkjunum og hér heima.