Sprittkertin endurunnin

Um þrjár millj­ón­ir spritt­kerta eru brennd­ar hér á landi ár­lega, en ál­bik­ar utan um þrjú spritt­kerti dug­ar til fram­leiðslu á einni drykkj­ar­dós úr áli. Úr þúsund slík­um bik­ur­um má fram­leiða eitt reiðhjól að sögn Pét­urs Blön­dals, fram­kvæmda­stjóra Sa­máls. Hrint hef­ur verið af stokk­un­um sér­stöku end­ur­vinnslu­átaki á ál­inu í spritt­kert­um.

Þarf 95% minni orku í end­ur­vinnsl­una

Hann bend­ir á að við end­ur­vinnslu áls þurfi líka ekki nema 5% af ork­unni sem fór í upp­runa­legu vinnsl­una. „Þannig að þetta dreg­ur úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, auk þess skap­ar það verðmæti fyr­ir end­ur­vinnsl­ur að fá þenn­an málm inn til sín.“

Álbik­ar­arn­ir sem safn­ast í átak­inu fara ekki úr landi, held­ur fara þeir í fram­leiðslu hér á landi hjá Málm­steyp­unni Hellu og seg­ir Pét­ur marg­ar hug­mynd­ir uppi um hvernig álið verði nýtt.

„Þetta er til­rauna­verk­efni þannig að við renn­um blint í sjó­inn, en þetta er bylgju­hreyf­ing í sam­fé­lag­inu. Fólk vill end­ur­vinna og gera heim­in­um gott með því að draga úr sóunn, þannig að ég held að fólk bíði eft­ir frek­ari tæki­fær­um til að leggja gott til mál­anna.“