Qair og Norðurál skrifa undir viljayfirlýsingu um kaup á vindorku og föngun CO2

Qair Group, sem er framleiðandi endurnýjanlegrar raforku, og Norðurál hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup á grænni raforku frá vindorkugörðum Qair, sem fyrirhugaðir eru á Vesturlandi. Samanlagt uppsett afl vindgarðanna er áætlað um 200 MW.

Að auki munu Qair og Norðurál sameina krafta sína að þróun lausnar til að fanga og binda koldíoxíð sem losnar við álvinnslu, en slík tækni hefur enn ekki litið dagsins ljós. Koldíoxíið myndi Qair nýta til framleiðslu á rafeldsneyti. (e. eFuel) í fyrirhugaðri vetnisverksmiðju Qair á Grundartanga.

Stefna Qair um að setja upp vindorkuver og selja rafmagn til Norðuráls á Grundartanga er í samræmi við fjölþætta nálgun Qair og byggir á einstökum möguleikum Íslands tengdum vind- og vatnsauðlindum auk skuldbindingar landsins til að þróa endurnýjanlega orkugjafa.

Sjá umfjöllun mbl.is um verkefnið