Öll saman!

Öryggi starfsfólks er í forgrunni á árinu 2018 með umfangsmiklu átaksverkefni sem miðar að því að bæta árangur okkar í öryggismálum og öryggismenningu á öllum sviðum og öllum starfsstöðvum fyrirtækisins.

Slagorð átaksins – Öll saman! – vísar til þess að öryggi er samstarfsverkefni okkar allra. Við gætum hvers annars og hjálpumst að við að leysa hvers kyns verkefni með skynsamlegasta og öruggasta hætti. Við leggjum sérstaka áherslu á uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem starfsfólk nýtir reynslu sína og þekkingu til að leiðbeina félögum sínum og bestu lausna er leitað í sameiningu.

Starfsfólk Norðuráls og fjölskyldur okkar eru það verðmætasta sem við eigum. Þess vegna gætum við hvert annars og og styðjum í öllum verkum. Við komum heil heim hvern einasta dag, því öryggi er okkar fyrsta verkefni. Það verkefni leysum við öll saman.