13. desember, 2021
Nýjar áherslur
„Norðurál er umbótasinnað fyrirtæki og við erum alltaf að leita leiða til að gera betur. Á það jafnt við um öryggis-, umhverfis- og gæðamál, framleiðslu eða aðra þætti í rekstrinum,“ segir Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga í viðtali við Morgunblaðið.
Áliðnaðurinn í landinu stendur vel um þessar mundir; afkoman er ágæt og eftirspurn eftir framleiðslunni mikil. „Við erum í sterkri stöðu og höfum forskot í samkeppninni. Fólk og fyrirtæki hafa miklar og vaxandi áhyggjur af loftslagsmálum og horfa í auknum mæli á kolefniáhrif framleiðsluþátta.