Norðurálsmótið á Skaganum 2018

Það er alltaf líf og fjör á Norðurálsmótinu á Akranesi. Mótið er stærsti íþróttaviðburður ársins fyrir kraftmikla stráka í 7. flokki, sem koma til að skemmta sér í leik og keppni. Í ár mæta 226 lið til leiks með um 1500 keppendur frá 36 aðildarfélögum víðsvegar af landinu. 

Mótstjórn hvetur þjálfara og foreldra að hafa það hugfast að Norðurálsmótið er mót fyrir byrjendur og hefur því uppeldislegt gildi. Byrjendur þurfa að fá að læra af mistökum. Hjálpumst að, þá gengur allt betur. Fótbolti er fyrst og síðast skemmtun og aðalatriðið er svo sannarlega að vera með!

Við sendum baráttukveðjur til allra þátttakenda og óskum öllum gleði og góðs gengis. 

Vakin er sérstök athygli á því að Grundaskóli og Brekkubæjarskóli eru hnetulausir skólar, þar sem einstaklingur í skólanum er með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Vinsamlega virðið þetta og komið ekki með neinar hnetur eða hnetuafurðir, s.s. orkustykki inn í skólann.

Mótsvefur Norðurálsmótsins

Gisting liða

Leikjaplanið

 

Dagskrá 

Föstudagur 8. júní

Lið sem koma lengra að – komast í gistingu frá fimmtudegi / hafa samband við mótstjórn og láta vita ef lið koma snemma.

07:30 – 10:00 Mæting á gististaði

10:00 – 10:20 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð

10:30 Mæting í skrúðgöngu hjá bæjarskrifstofunni (á móti Krónunni).

10.45 – 11:00 Skrúðganga að Akraneshöll

11:10 – 11:30 Mótssetning í Akraneshöll

12:00 – 18:00 Keppni 1.mótsdags.

12:00 – 18:00 Liðsmyndataka (tímasetning breytileg)

18:00 – 20:00 Leikur ÍA – ÍR mfl kk (Norðurál býður öllum á völlinn. ÍA og ÍR strákar leiða inn á völlinn).

17:00 – 20:00 Kvöldverður (tímasetning breytileg)

22:30 – 23:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð

Laugardagur 9. júní

07:45 – 09:30 Morgunverður

08:20 – 18:00 Keppni 2.mótsdags

11:30 – 14:00 Hádegismatur (tímasetning breytileg)

10:00 – 18:00 Leikjaland Alltaf Gaman opið, sjávarmegin við Akraneshöll

16:45 – 19:30 Kvöldverður (tímasetning breytileg)

19:30 – 20:30 Kvöldskemmtun í Akraneshöll (Jói P & Króli spila)

21:30 – 22:00 Fararstjórafundur í Íþróttamiðstöð

21:30 – 23:00 Foreldrakaffi (í boði foreldra KFÍA) í matsal Íþróttamiðstöðvar og myndasala

Sunnudagur 10. júní

07:45 – 09:30 Morgunverður

09:00 – 11:00 Tæma skólastofur

09:00 – 13:00 Keppni 3.mótsdags

11:00 – 14:00 Grill fyrir mótsgesti

Móti lokið

Frekari upplýsingar:

Netfang: kfia@kfia.is

Sími: 433 1109

Facebook síða mótsins

Upplýsingahandbók 2018