Norðurálsmótið 2023

Norðurálsmótið var haldið í 38.skipti á Akranesi dagana 22. – 25. júní 2023. Mótið hófst þann 22. júní með keppni 8.flokks barna. Mótið var svo formlega sett föstudaginn 23. júní með skrúðgöngu og setningu. 7.flokkur drengja og stúlkna hóf keppni þann dag og var þetta í fyrsta skipti sem 7.flokkur stúlkna tók þátt í mótinu. Heildarfjöldi þátttakenda í Norðurálsmótinu í ár voru um 1800, en mótið er eitt það fjölmennasta á Íslandi.

Hægt er að skoða myndir af mótinu hér

Einnig er hægt að skoða leikina sem sýndir voru á mótinu á Youtube rás ÍATV

Við þökkum öllum þeim sem komu á mótið og tóku þátt; iðkendum, foreldrum, þjálfurum, liðsstjórum og áhorfendum!

Hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári, 20. – 23. júní 2024!