Norðurálsmótið 2022

Það er alltaf líf og fjör á Norðurálsmótinu á Akranesi en þar taka margir sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum.

Norðurálsmótið 2022 verður haldið dagana 16. – 19. júní. Mót fyrir stúlkur og drengi í 8. flokki fer fram þann 16. júní og mót fyrir drengi í 7. flokki fer fram 17. – 19. júní. Á síðasta ári tóku alls 210 lið þátt í mótinu sem var hið glæsilegasta. 1750 keppendur tóku tóku þátt í fyrra sem gerir mótið eitt fjölmennasta á Íslandi.

Við sendum baráttukveðjur til allra þátttakenda í ár og óskum þeim gleði og góðs gengis!

Hér má sjá góða samantekt ÍA TV frá mótinu í fyrra.

Heimasíða Norðurálsmótsins

Norðurálsmótið á Facebook