4. júlí, 2022
Norðurálsmótið 2022
Norðurálsmótið var haldið í 37.skipti á Akranesi dagana 16.-19.júní. Þann 16.júní var keppni 8. flokks drengja og stúlkna, en alls 570 börn tóku þátt þann daginn, 80 drengjalið og 18 stúlknalið.
Föstudaginn 17.júní, á sjálfan Þjóðhátíðardaginn, var mótið sett formlega að lokinni skemmtilegri skrúðgöngu. 7. flokkur drengja keppti frá 17. – 19. júní og tóku 1150 drengir þátt í mótinu. Heildarfjöldi þátttakenda í Norðurálsmótinu í ár eru því um 1700 keppendur, eitt það fjölmennasta á Íslandi.
Norðurálsmótið er skipulagt á forsendum iðkenda, með það í huga að allir séu með í leiknum til að skapa jákvæða og skemmtilega upplifun barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta.
Við þökkum fótboltasnillingum og fjölskyldum þeirra fyrir samveruna á Norðurálsmótinu 2022!
Hér finnið þið fleiri skemmtilegar myndir af mótinu.