Mun CarbFix draga úr losun koldíoxíðs?

Fréttablaðið 18.06.2019 birtir frásögn af undirritun viljayfirlýsingar um samstarf Norðuráls og allra helstu aðila í orkufrekri atvinnustarfsemi og orkuvinnslu á Íslandi um áhugavert verkefni á svi kolefnisbindingar:

„Full­trúar ríkis­stjórnarinnar og ýmissa fyrir­tækja í stór­iðju undir­rituðu í dag vilja­yfir­lýsingu um kol­efnis­hreinsun og -bindingu. Sam­kvæmt vilja­yfir­lýsingunni verður kannað til hlítar hvort að­ferð sem kölluð er „Car­b­Fix“ geti orðið raun­hæfur kostur, bæði tækni­lega og fjár­hags­lega, til þess að draga úr losun kol­díoxíðs, eða CO2, frá stór­iðju á Ís­landi. Þá munu fyrir­tækin hvert um sig leita leiða til að verða kol­efnis­hlut­laus árið 2040.

Í til­kynningu frá stjórnar­ráðinu kemur fram að mikil þörf sé á víð­tæku sam­starfi svo hægt sé að takast á við lofts­lags­vandann og að sam­starf bæði at­vinnu­lífs og stjórn­valda geti haft þar mikil á­hrif, bæði hér á Ís­landi og al­þjóð­lega.

Vilja­yfir­lýsingin er enn eitt skref í þá átt og er í sam­ræmi við á­herslur sam­komu­lags um sam­starfs­vett­vang stjórn­valda og at­vinnu­lífs um lofts­lags­mál og grænar lausnir, sem var undir­ritað í lok maí.

Orku­veita Reykja­víkur hefur þróað „Car­b­Fix“ að­ferðina í sam­starfi við Há­skóla Ís­lands og er­lenda aðila frá árinu 2007. Að­ferðin felst í því að CO2 er fangað úr jarð­hita­gufu, gasið leyst upp í vatni undir þrýstingi og vatninu dælt niður á 500 til 800 m dýpi í basaltjarð­lög, þar sem CO2 binst varan­lega í berg­grunninum í formi steinda.

Orka Náttúrunnar, dóttur­fé­lag OR, hefur nú rekið loft­hreinsi­stöð og niður­dælingu við Hellis­heiðar­virkjun sam­fellt í 5 ár með góðum árangri.

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, ferða­mála-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, Lilja Dögg Al­freðs­dóttir, mennta- og menningar­mála­ráð­herra, og for­stjórar/full­trúar Orku­veitu Reykja­víkur, Elkem, Fjarða­áls, Rio Tin­to á Ís­landi og Norður­áls undir­rituðu í dag vilja­yfir­lýsingu um kol­efnis­hreinsun og -bindingu. Jafn­framt stendur PCC á Bakka að yfir­lýsingunni en munu undir­rita yfir­lýsinguna síðar.“

Mynd: Fréttablaðið/Stefán