
13. október, 2024
Jafnvægisvogin 2024
Norðurál hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2024 ásamt 130 öðrum fyrirtækum, stofnunum og sveitarfélögum, Árið 2023 hlutu 89 viðurkenninguna þannig að ljóst er að sífellt fleiri leggja áherslu á jafnréttismál.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem stuðlar að jöfnum hlut karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja.
Við erum stolt að tilheyra fyrirtæki sem sýnir í verki að jafnrétti skiptir máli.