13. október, 2023
Jafnvægisvogin
Norðurál hlaut viðkenningu Jafnvægisvogarinnar 2023 ásamt 89 öðrum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem stuðlar að jöfnum hlut karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Samhliða veitingu viðurkenninganna var haldin stutt ráðstefna sem bar yfirskriftina „Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun“
Við erum stolt að tilheyra fyrirtæki sem sýnir í verki að jafnrétti skiptir máli.