Jafnvægisvogin 2022

Norðurál hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar annað árið í röð. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi er haft til hliðsjónar við matið.

„Þetta er mikilvæg viðurkenning fyrir okkur og undirstrikar okkar skýru stefnu og þau markmið sem við höfum að leiðarljósi í jafnréttismálum. Við viljum að Norðurál sé eftirsóknaverður vinnustaður fyrir öll.

Það er líka gaman að segja frá því að af því sumarstarfsfólki sem kom til okkar þetta sumarið voru 43% konur. Markmiðið okkar er 50% og við höfum séð hlutfallið hækka undanfarin ár. Höldum áfram okkar góðu vegferð og munum að jafnrétti er ákvörðun.“ – Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga.