Jafnlaunavottun með gullmerki PwC

Norðurál hefur hlotið jafnlaunavottun með gullmerki PwC, sem skipar okkur í fremstu röð íslenskra fyrirtækja þegar kemur að launajafnrétti. Vottunin sýnir að hjá Norðuráli er starfsfólki greidd laun eftir ábyrgð, sérþekkingu og vinnuframlagi, ekki kyni eða uppruna. Þá staðfestir hún málefnalega og sanngjarna stjórn launamála hjá fyrirtækinu.