11. júní, 2024
Binding í skógi
Norðurál hefur fest kaup á 1.100 vottuðum íslenskum kolefniseiningum frá Yggdrasil Carbon. Einingarnar koma frá verkefni YGG á Arnaldsstöðum í Fljótsdal en greni, fura og ösp voru gróðursett í það verkefni sumarið 2022. Kolefniseiningarnar verða ekki virkar fyrr en mælingar sýna raunverulega bindingu í skóginum, en gert er ráð fyrir því að einingar Norðuráls muni raungerast allt til ársins 2072. Ein vottuð kolefniseining verður til þegar eitt tonn af koltvísýringi, sem hefur verið mælt með viðurkenndum aðferðum og vottað sem slíkt, er dregið úr andrúmslofti eða er hindrað að berist í andrúmsloft. Um er að ræða fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefni á Íslandi.
„Við hjá Norðuráli eru ánægð og stolt af því að geta loksins keypt íslenskar vottaðar kolefniseiningar, en verkefnið styður við framtíðarmarkmið okkar sem eru í takt við Parísarsáttmálann sem Norðurál er aðili að. Þegar kemur að umhverfismálum er mikilvægt að við hugsum öll til framtíðar, “ segir Steinunn Dögg Steinsen, framkvæmdastjóri umhverfis-, öryggis – og gæðamála hjá móðurfélagi Norðuráls.
„Það er mikil viðurkenning fyrir okkar góða starf að fá Norðurál inn í ánægðan hóp viðskiptavina hjá okkur. Það sýnir traust í verki og trú á verkefnið að svo stórt fyrirtæki hafi stigið skrefið og ákveðið að kaupa af okkur vottaðar kolefniseiningar. Þetta hvetur okkur enn frekar til góðra verka og við höldum ótrauð áfram að þróa hágæða vottaðar kolefniseiningar.“ segir Björgvin Stefán Pétursson framkvæmdastjóri Yggdrasils Carbon.