Ársfundur Samáls 2018

„Álið verður aftur nýtt“ er yfirskrift ársfundar Samáls í Kaldalóni í Hörpu 16. maí. Fjallað er um stöðu áliðnaðar á Íslandi og á heimsvísu og hvernig má gera betur í söfnun og endurvinnslu áls. Hönnuðir segja frá gerð nytjahluta úr endurunnu áli í tilefni af vel heppnuðu söfnunarátaki sprittkerta og verða munirnir til sýnis. Boðið verður upp á morgunverð og að fundi loknum verður kaffi og veitingar.

Dagskrá:
8:00 –  Morgunverður. 
8:30 –  Ársfundur.
  •  Staða og framtíð íslensks áliðnaðar
Ragnar Guðmundsson stjórnarformaður Samáls
  • Ávarp
 – Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra
  • Horfur í áliðnaði á heimsvísu – 
Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU
  • Tækifæri í endurvinnslumálum á Íslandi
 – Líf Lárusdóttir verkefnastjóri hjá Gámaþjónustunni
  • Nytjahlutir verða til úr áli í sprittkertum
 – Ingibjörg Hanna, Olga Ósk og Studio Portland
  • Ál og fiskur – 
Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls

10:00 – Kaffispjall að loknum fundi.

Fundargestum gefst kostur á að skoða hönnunarmuni frá sýningunni #endurvinnumálið sem sett var upp fyrir afmælisopnun Hönnunarmars, en þar vinna fjögur hönnunarteymi nytjahluti sem framleiddir eru úr endurunnu áli. Tilefnið er endurvinnsluátak áls í sprittkertum sem efnt var til yfir hátíðarnar. Undirtektir almennings voru frábærar og varð það til þess að söfnun sprittkerta er orðinn varanlegur kostur í endurvinnsluflóru landsmanna.

Boðið verður upp á morgunverð og að fundi loknum verður kaffispall og veitingar. 

Fundarstjóri er Bjarni Már Gylfason.