23. maí, 2018
Ársfundur Samáls 2018: Álið verður aftur nýtt
Hönnun og endurvinnsla í forgrunni á ársfundi Samáls 18. maí 2018.
„Álið verður aftur nýtt“ var yfirskrift ársfundarins, þar sem fjallað var um stöðu og horfur í áliðnaði á Íslandi og á heimsvísu. Rýnt var í tækifæri til að gera betur í söfnun, flokkun og endurvinnslu áls. Sýningin #endurvinnumálið var sett upp og hönnuðir sögðu frá gerð nytjahluta úr áli í tilefni af endurvinnsluátaki áls í sprittkertum. Þá var hleypt af stokkunum samstarfsverkefni Samáls og Fiskidagsins mikla, sem lýtur að endurvinnslu álpappírs og drykkjardósa úr áli. Fundarstjóri var Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi ÍSAL.
Hér má horfa á erindin frá fundinum:
• Ragnar Guðmundsson stjórnaformaður Samáls: Staða og framtíð íslensks áliðnaðar
• Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra: Ávarp
• Justin Hughes frá alþjóðlega greiningarfyrirtækinu CRU: Horfur í áliðnaði á heimsvísu
• Líf Lárusdóttir verkefnastjóri hjá Gámaþjónustunni: Tækifæri í endurvinnslumálum á Íslandi
• Hönnunarteymið Studio Portland: Nytjahlutir verða til úr áli í sprittkertum
• Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls: Ál og fiskur