Áfram Valur!

Norðurál hefur gert styrktarsamning við knattspyrnufélagið Val í Reykjavík sem tekur sérstaklega til barnastarfs félagsins næstu ár.

Norðurál styrkir tugi samfélagsverkefna ár hvert, bæði stór og smá og er samningurinn við Val í takt við þá stefnu að helstu samfélagsverkefni okkar eru tengd íþróttastarfi, barna- og unglingastarfi og forvörnum.