Áfram Ísland og áfram öll börn!

Við tókum áskorun Alvogen og hvetjum íslenska landsliðið til að skora fullt af mörkum á HM. Ekki bara fyrir land og þjóð, heldur líka bágstödd börn um allan heim, því við borgum UNICEF hálfa milljón fyrir hvert einasta mark sem liðið skorar. Áheitin munu renna til barnvænna svæða UNICEF í formi leikjakassa sem innihalda fótbolta, skólatöskur, námsgögn og önnur leikföng.

Með því að taka þátt og heita á íslenska landsliðið hvetjum við strákana okkar til dáða og reynum að hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna. Með framtakinu stöndum við vörð um réttindi barna til að stunda íþróttir og tómstundir og hjálpumst að við að gera þeim kleift að fá að vera börn.