22. febrúar, 2018
33 nemendur útskrifast úr Stóriðjuskólanum
Þrjátíu og þrír nemendur útskrifuðust nýverið frá Stóriðjuskóla Norðuráls, sautján úr grunnnámi og sextán úr framhaldsnámi.
Stóriðjuskóli Norðuráls hefur verið starfræktur frá árinu 2012 og hafa 100 nemendur útskrifast frá skólanum. Tilgangur námsins er meðal annars sá að auka verðmætasköpun og styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins, auka öryggi starfsfólks við vinnu, og efla starfsánægju.
Þetta er fimmti hópurinn sem útskrifast frá Stóriðjuskólanum. Um 80% þeirra sem hafa útskrifast eru í starfi hjá Norðuráli í dag á meðan aðrir hafa kosið að afla sér frekari menntunar.
Norðurál er í samstarfi við Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi og Fjölbrautarskóla Vesturlands um námið, en auk þess koma sérfræðingar frá Norðuráli að kennslunni.
Við óskum útskriftarnemunum okkar til hamingju með áfangann og frábæran árangur.