Almennir kaupskilmálar
Skilmálar þessir gilda fyrir Norðurál ehf., Norðurál Grundartanga ehf. og birgja þeirra hvað varðar kaup á vöru og þjónustu. Í skilmálum þessum gilda eftirfarandi skilgreiningar:
- Norðurál: Norðurál ehf., Norðurál Grundartangi ehf. og/eða.
- Birgir: Sá aðili sem selur Norðuráli vörur samkvæmt pöntun.
- Aðili/aðilar: Með aðila er átt jafnt við Norðurál og birgi. Með aðilum er átt við birgi og Norðurál.
1 ALMENNT UM INNKAUP, INNKAUPAPANTANIR
1.1. Innkaupapantanir fyrir vöru og þjónustu gilda einungis fyrir það magn, fjárhæð, vöru og þjónustu sem tiltekin er á innkaupapöntun, nema annað sé tekið fram.
1.2. Birgir skal að jafnaði aðeins afhenda vöru gegn útgefinni innkaupapöntun. Birgir sem afhendir vörur án gildrar innkaupapöntunar getur átt á hættu að fá vörur sínar ekki greiddar.
2 INNIHALD INNKAUPAPÖNTUNAR
2.1. Innkaupapöntun á vöru og þjónustu skal innihalda upplýsingar um:
- Vörutegund/þjónustu
- Stærð einingar og fjölda eininga
- Einingaverð, heildarverð pöntunar og flutningskostnað þar sem það á við.
- Afhendingartíma
- Afhendingarstað og flutningsaðila
3 STAÐFESTING BIRGIS Á PÖNTUN OG SKILMÁLUM
3.1. Birgir skal í sérhverju tilviki staðfesta innkaupapöntun skriflega innan 2 virkra daga eftir móttöku hennar.
3.1.1. Staðfesting með tölvupósti á netfangið innkaup@nordural.is
3.2. Pöntunin öðlast ekki gidi fyrr en við staðfestingu birgis skv. gr. 3.1.
3.3. Staðfesting birgis skv. gr. 3.1. felur jafnframt í sér samþykki hans á skilmálum þeim sem koma fram í innkaupapöntun og innkaupaskilmálum.
3.3.1. Ef upplýsingar um vöru, þjónustu, verð eða annað sem tilgreint er í innkaupapöntun er ekki í samræmi við tilboð eða upplýsingar frá birgi skal hann án ástæðulausrar tafar hafa samband við innkaupadeild Norðuráls (sjá upplýsingar í gr. 3.1.1) sem mun annað hvort leiðrétta eða fella niður innkaupapöntunina.
4 AFHENDINGARSTAÐUR OG SKILMÁLAR
4.1. Vörur skulu afhentar og þjónusta veitt á þeim stað eða þeim flutningsaðila sem tilgreindur er í innkaupapöntun.
4.2. Sé mælt fyrir um flutningsaðila skal birgir, nema annað sé tekið fram, afhenda vörur á flutningastöð hans sem staðsett er næst birgi.
4.3. Norðurál greiðir ekki sérstaklega fyrir flutning vöru frá birgi til afhendingarstaðar (flutningastöðvar þar sem það á við), nema slíkt sé sérstaklega tilgreint sem sérliður í innkaupapöntun og er slíkur kostnaður því að jafnaði innifalinn í heildarverði pöntunar, nema annað sé sérstaklega tilgreint.
4.4. Séu vörur afhentar annars staðar en óskað var eftir í innkaupapöntun, áskilur Norðurál sér rétt til þess að innheimta hjá birgi allan viðbótarkostnað sem Norðurál kann að verða fyrir vegna þess, og draga frá greiðslu vegna vörukaupa.
5 AFHENDINGARTÍMI
5.1. Tilgreindur afhendingartími hér að ofan miðast við þann afhendingarstað sem tilgreindur er í innkaupapöntun.
6 FRAMSAL
6.1. Birgi er óheimilt að framselja til þriðja aðila innkaupapöntun í heild eða hluta, án skriflegs samþykkis Norðuráls.
7 PÖKKUN OG MERKINGAR Á VÖRUM
7.1. Birgi ber að búa um og pakka vörum á þann hátt að þær eigi ekki á hættu að skemmast né rýrna við flutning á tilgreindan afhendingarstað skv. innkaupapöntun.
7.2. Allar umbúðir og pakkningar skulu merktar Norðuráli og með pöntunarnúmeri innkaupapöntunar.
7.3. Öllum sendingum birgis skal fylgja pökkunarlisti og/eða reikningur.
7.4. Vörur skulu merktar með vörunúmeri eða vöruheiti birgis.
7.5. Ef um er að ræða hættulegar vörur og/eða efnavörur, þá skal öryggisblað fylgja vörunni (SDS).
7.6. Ef um er að ræða hættulegar vörur og/eða efnavörur skulu þær vera í viðeigandi umbúðum/pakkningum og merktar í samræmi við lög og reglur eftir því sem við á.
7.7. Birgir skal leitast við að velja umbúðir sem verja vöruna fyrir skemmdum í flutningi, eru umhverfisvænar, fjölnota og/eða endurvinnanlegar og reyna að lágmarka þær eins og kostur er.
8 GREIÐSLUSKILMÁLAR
8.1. Norðurál greiðir reikninga fyrir vöruúttektir/verk fyrir lok næsta mánaðar eftir úttekt, að því tilskildu að frumrit reikninga berist eigi síðar en á fimmta virka degi eftir lok úttektarmánaðar nema annað komi fram í innkaupapöntun. Ef reikningur er ekki í samræmi við pöntun getur það leitt til tafa á greiðslu. Norðurál greiðir ekki reikninga samkvæmt greiðsluseðlum.
8.2. Birgir skal gera sérstakan reikning fyrir hverja pöntun eða afhendingu.
8.3. Allir reikningar vegna framkvæmda eða viðhaldsverkefna sem berast til Norðuráls skulu hafa tiltekið verknúmer/pöntunarnúmer. Gera skal sérstakan reikning fyrir hvert verk (verknúmer/pöntunarnúmer) sem unnið er. Reikningur verður ekki samþykktur nema að tiltekin fylgiskjöl fylgi reikningnum, svo hægt sé að leggja mat á réttmæti hans, s.s. samþykkt vinnutímaskýrsla, efnisskýrsla eða annað sem viðkemur greiðslu reiknings.
8.4. Á reikningi skal sýna með skýrum og aðgreinanlegum hætti stofn fyrir vinnu eða efni og hlut virðisaukaskatts. Á reikningi skal ennfremur sundurgreina heildarkostnað vegna vinnu, efnis og heildarfjölda vinnustunda. Gefa skal út reikning í þeim mánuði sem verk er unnið.
8.5. Skortur á framangreindum upplýsingum getur leitt til þess að greiðslur dragist. Á meðan á slíkum drætti stendur er Norðuráli ekki skylt að greiða dráttarvexti og/eða annan kostnað sem af honum leiðir.
8.6. Reikningar í íslenskum krónum skulu ekki innhalda aura.
8.7. Reikninga skal senda rafrænt í gegnum skeytamiðlun, á bokhald@nordural.is eða í pósti til:
Norðurál Grundartangi ehf.
Grundartangi
301 Akranes
Reikningar skulu stílaðir á viðeigandi fyrirtæki:
Norðurál Grundartangi ehf.
Kt. 570297-2609
Grundartangi
301 Akranes
VSK nr. 54495
Norðurál ehf.
Kt. 470404-2130
Skógarhlíð 12
105 Reykjavík
VSK nr. 99744
9 SKILARÉTTUR NORÐURÁLS Á VÖRUM
9.1. Norðurál áskilur sér rétt til að skila vörum skv. innkaupapöntun til birgja innan 30 daga frá afhendingu, að því tilskildu að vörur séu ónotaðar og í upprunalegum pakkningum. Það sama gildi ef vörur, sérpantaðar og útbúnar, skv. óskum Norðuráls, standast ekki vörulýsingu sem birgir hefur lagt fram áður en pöntun átti sér stað.
9.2. Ef birgir afhendir ranga vöru áskilur Norðurál sér rétt til að endursenda vörurnar á kostnað birgis.
10 SKYLDUR BIRGIS
10.1. Birgir sem selur Norðuráli vörur eða þjónustu skal uppfylla ákvæði kjarasamninga við stéttarfélög og gildir það jafnt um verktaka og þeirra undirverktaka.
10.2. Birgir skal fara eftir lögum um aðbúnað, hollustuhætti, mengunarvarnir og öryggi á vinnustöðum. Birgir skal einnig virða lög um meðhöndlun úrgangs.
10.3. Birgir skal sjá til þess að einstaklingar sem koma inn á eða vinna á svæði Norðuráls séu eldri en 18 ára og fylgi öryggisreglum Norðuráls – Öryggisreglur Norðuráls
11 VANEFNDIR OG FYRIRSJÁANLEGAR VANEFNDIR
11.1. Birgir skal tilkynna Norðuráli um fyrirsjáanlegar vanefndir á skyldum sínum samkvæmt innkaupapöntun.
11.2. Vanefni birgir verulega skyldur sínar samkvæmt innkaupapöntun er Norðuráli heimilt að rifta innkaupapöntun, að undangenginni áskorun til birgis þar sem honum er veittur ákveðinn frestur til efnda.
11.3. Um önnur úrræði Norðuráls vegna vanefnda birgja á skyldum samkvæmt innkaupapöntun vísast til laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og almennra reglna kröfuréttar.
12 GREIÐSLUÞROT BIRGIS
12.1. Norðuráli er heimilt að rifta innkaupapöntun við greiðsluþrot birgis, þ.e. hafi verið gert árangurslaust fjárnám hjá birgi, við greiðslustöðvun birgis eða við gjaldþrot hans.
13 ÓVIÐRÁÐANLEGAR AÐSTÆÐUR (FORCE MAJEURE)
13.1. Hvorugur aðila skal vera ábyrgur gagnvart hinum vegna vanefnda á skyldum samkvæmt innkaupapöntun ef ástæður vanefndanna má rekja til óviðráðanlegra ytri afla (Force Majeure).
13.2. Til óviðráðanlegra afla (Force Majeure) teljast m.a. styrjaldaraðgerðir, herseta, byltingar, uppreisnir, óeirðir, uppþot, múgæsing, skemmdarverk, eldsvoði, flutningsbönn, almenn stöðvun á siglingum eða flutningum eða hvers kyns ámóta atvik sem ekki er unnt að koma í veg fyrir eða hafa stjórn á með sanngjörnum ráðum af hálfu þess aðila sem fyrir varð.
14 VARNARÞING
14.1. Innkaupapöntun skal lúta íslenskum lögum og lögsögu íslenskra dómstóla.
14.2. Rísi ágreiningur milli aðila vegna innkaupapöntunar og innkaupaskilmála þessara skal reyna að leysa hann með samkomulagi milli aðila. Náist ekki samkomulag skal reka málið fyrir íslenskum dómstólum.
15 PERSÓNUVERND
15.1. Norðurál vinnur persónuupplýsingar um starfsmenn birgis í samræmi við persónuverndarstefnu Norðuráls sem aðgengileg er á vefsvæði Norðuráls, sbr. Reglur um persónuvernd
Nánari upplýsingar veita:
Innkaupadeild Norðuráls, sími 430 1000, netfang innkaup@nordural.is
Bókhaldsdeild Norðuráls, sími 430 1000, netfang bokhald@nordural.is