Í sátt við samfélagið – Ársfundur Samáls

„Í stóru myndinn er heimurinn kominn á þann stað að nýta auðlindir jarðar til að byggja upp háþróuð tæknivædd samfélög. Ál framleitt á Íslandi er með minnsta kolefnisfótspor af áli sem framleitt er í heiminum. Framleiðsla á áli á Íslandi er mikilvægt framlag til sjálfbærni og framleiðslan er líka mikilvæg fyrir íslenskan efnahag,“ er meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpaði fundinn sem og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Þá var boðið upp á áhugaverð erindi um nýsköpun og samfélagslega mikilvæg verkefni. Í pallborði var rætt um stóru myndina með þeim Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, Björgu Evu Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar og Steinunni Dögg Steinsen, framkvæmdastjóra umhverfis- og öryggissviðs Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls. Umræðu stýrði Guðríður Eldey Arnardóttir, framkvæmdastjóri Samáls.

Hlekk á upptöku frá fundinum má finna hér