Yfirlýsing stjórnar
Norðurál Grundartangi ehf. er í eigu erlends móðurfélags, Century Aluminum. Erlent eignarhald mótar stefnu félagsins í stjórnarháttum að vissu leyti. Móðurfélagið gefur út leiðbeiningar um stjórnarhætti sem eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. hefur ekki tekið ákvörðun um hvort það muni fylgja leiðbeiningum um stjórnarhætti gefna út af Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi eða móðurfélagsins, en ákvörðun þess efnis mun liggja fyrir á árinu 2021.
Lög, reglur og reglugerðir
Eftirfarandi listi er viðeigandi við rekstur Norðurál Grundartanga ehf.:
- Lög um ársreikninga
- Lög um einkahlutafélög
- Lög um hollustuhætti og mengunarvarnir
- Samkeppnislög
- Persónuverndarlög
- Lög um peningaþvætti
- Lög hér að ofan eru aðgengileg á www.althingi.is
- Rekstur félagsins er einnig í samræmi við rekstrarleyfi Umhverfisstofnunar sem er aðgengilegt á www.ust.is
Innra eftirlit og áhættustýring
Stjórn félagsins ber ábyrgð á öflugu og skilvirku innra eftirliti félagsins. Jafnframt ber stjórn Norðuráls ábyrgð og innleiðingu og viðhaldi á viðeigandi eftirlitsferlum félagsins.
Innra eftirlit er hannað í þeim tilgangi að veita hæfilega vissu um að fjárhagsupplýsingar séu í samræmi við setta reikningsskilastaðla. Stjórn Norðuráls metur skilvirkni innra eftirlits sem er byggt á Alþjóðlegu regluverki gefið út af COSO og Sarbanes Oxley reglugerðinni frá 2002, fyrir félög sem eru skráð á markað í Bandaríkjunum, sem hluti af ársreikningi Century Aluminum. Hönnun og virkni innra eftirlits er endurskoðað af Deloitte.
Öflug áhættustýring hefur verið innleidd hjá Norðuráli Grundartanga og metur félagið að helstu áhættur þess séu: Viðskiptaáhætta, fjármögnunaráhætta, rekstraráhætta og umhverfisáhætta. Stjórn félagsins og stjórnunarteymi Norðuráls Grundartanga fær reglulega skýrslur sem taka á helstu áhættum félagsins.
Meginmarkmið stjórnar að teknu tilliti til öflugs innra eftirlits og áhættustýringar er að stuðla að því að Norðurál Grundartanga nái settum markmiðum varðandi tilgang félagsins, skyldur, tekjur, áreiðanleika fjárhagsupplýsinga og að félagið fylgi lögum og reglum.
Norðurál Grundartanga hefur ekki tilnefnt regluvörð félagsins en innan móðurfélagsins er deild sem sér um regluvörslu félaga sem undir það heyra. Innri endurskoðun félagsins er undir eftirliti innri endurskoðunardeildar Century Aluminum að viðbættri útvistun til EY sem framkvæmir útekt árlega á samstæðu félagsins.
Sjálfbærni og siðareglur
Norðurál leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsfólks í umbótum. Norðurál uppfyllir kröfur sem settar eru fram í starfsleyfi, lögum og reglum um umhverfismál.
Siðareglur Norðuráls Grundartanga eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins.
Samsetning og athæfi stjórnar
Stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á hluthafafundum.
Stjórn ber ábyrgð á að skipulag og rekstur Norðuráls Grundartanga ehf. sé í góðu ástandi. Stjórn ber ábyrgð á framþróun og langtímamarkmiðum Norðuráls Grundartanga ehf. og hefur eftirlit með daglegum rekstri þess.
Stjórnin er samsett af fjórum einstaklingum, tveimur konum og tveimur körlum. Ekkert þeirra er talið óháð félaginu eða hluthöfum þess þar sem þau starfa öll innan samstæðunnar. Stjórn félagsins hefur ekki sett sér formlegar starfsreglur en stefnt er að því að innleiða þær og samþykkja á árinu 2021.
Stjórnin er samsett af eftirfarandi einstaklingum:
John DeZee, stjórnarformaður, fæddur 1963 og er búsettur í Bandaríkjunum. Hann hlaut B.A. gráðu frá Whitmann Háskólanum í Kaliforníu og J.D. gráðu frá Berkeley Lagaháskólanum. Hann gekk til liðs við Century Aluminum árið 2008 sem innan félags lögmaður. Í maí 2021 tók hann við sem yfirlögmaður Century Aluminum. Áður en hann hóf störf hjá Century Aluminum starfaði hann sem lögmaður hjá Paul Hastings í Los Angeles og sem innan félags lögmaður hjá framleiðslufyrirtækinu James Hardie Building Products.
Gunnar Guðlaugsson, stjórnarmaður, fæddur 1960. Hann er með Meistaragráðu í rafmagnsverkfræði og diplómu í viðskipta- og rekstrarfræði. Hann hóf störf árið 2021 sem stjórnandi hjá Century með yfirumsjón með rekstri allra álvera félagsins ásamt því að starfa sem forstjóri Norðuráls. Hann var framkvæmdastjóri Norðuráls Grundartanga frá 2009, framkvæmdastjóri Norðuráls Helguvík frá 2008, framkvæmdastjóri í ýmsum deildum hjá ÍSAL frá 2000 og verkfræðingur hjá ÍSAL 2008. Hann hefur sinnt mörgum verkfræðistörfum frá 1994. Gunnar hefur setið í stjórn Klafa frá árinu 2018 og í stjórn Samál frá 2019. Eins hefur hann setið í stjórn Norðurálsfélaganna.
Michelle Harrison, stjórnarmaður, fædd 1975. Hún útskrifaðist frá Háskólanum í Kaliforníu í Santa Barbara og er löggiltur endurskoðandi. Hún gekk til liðs við Century árið 2000. Hún tók við stöðu sem stjórnandi hjá Century og féhirðir árið 2007. Áður en hún hóf störf hjá Century Aluminum starfaði hún sem löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte & Touche.
Sigrún Helgadóttir, stjórnarmaður, fædd 1968. Hún er með Cand.oecon. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Norwegian School of Management (BI). Hún gegnir stöðu framkvæmdastjóra álversins Grundartanga frá 2021, áður var hún framkvæmdastjóri mannauðs og innkaupa. Áður en hún gekk til liðs við Norðurál starfaði hún hjá Kaupþingi, Kauphöllinni í Osló og Verðbréfaþingi Íslands, nú Nasdaq Ísland.
Fjórir stjórnarfundir voru haldnir árið 2020. Allir stjórnarmeðlimir voru viðstaddir fundina sem og fjármálastjóri, fulltrúi frá lögfræðiteymi Century og aðallögfræðingur félagsins. Erlendir stjórnarmenn og fulltrúar sátu fundi símleiðis. Stjórnin hefur ekki árangursmetið störf sín né verklag.
Undirnefndir stjórnar
Stjórnin hefur ekki tilnefnt undirnefndir en hyggst tilnefna endurskoðunarnefnd á árinu 2021.
Framkvæmdastjórn
Forstjóri hefur yfirumsjón með daglegum rekstri Norðuráls Grundartanga í samræmi við stefnur og reglur settar af stjórn félagsins. Forstjóri skal m.a. reglulega upplýsa stjórn um stöðu fjármála, skipulags, framþróunar og reksturs hjá félaginu. Forstjóri félagsins skal starfa með heiðarleika og hagsmuni Norðuráls Grundartanga að leiðarljósi.
Gunnar Guðlaugsson er forstjóri Norðuráls Grundartanga ehf.
Samskipti við hluthafa
Stjórn ber ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf til hluthafa.
Samskipti við hluthafa eru á aðalfundi, hluthafafundum og settum viðbótarfundum vegna ákveðinna mála ef þörf er talin á.
Stjórn félagsins skal vera upplýst um allar fyrirspurnir og tillögur frá hluthöfum félagsins og hafa eftirlit með viðbrögðum Norðuráls Grundartanga við þeim.
Upplýsingar um fylgni við lög og reglur
Norðurál Grundartanga átti ekki í neinum málaferlum né átti yfir höfði sér sektir á árinu 2020.