Verktakareglur

Hjá Norðuráli er mikil áhersla lögð á öryggi, heilbrigði og vinnuvernd og er haft að leiðarljósi að fækka slysum og óhöppum. Tilgangur þessa bæklings er að tryggja betur öryggi starfsfólks Norðuráls, verktaka og þeirra gesta sem á svæðinu eru og því er gerð krafa um að verktakar kynni þær fyrir öllu sínu starfsfólki sem sinnir verktöku á athafnasvæði Norðuráls.

Verktakar bera ábyrgð á að þeir og starfsmenn þeirra fylgi reglum svæðisins, sem og landslögum. Öryggisreglur okkar ná til allra sem starfa innan athafnasvæðis NA.

Reglurnar er að finna hér

Norðurál hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem unnið er með innan félagsins. Persónuverndarreglur þessar ná til starfsmanna þjónustubirgja er félagið kaupir þjónustu af svo og annarra einstaklinga er koma inn á athafnasvæði Norðuráls á Grundartanga.

Reglurnar er að finna hér