Norðurál styður golf á Garðavöllum

Norðurál og Golfklúbburinn Leynir hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli. Norðurál hefur styrkt starfið á Akranesi í gegnum árin og átt gott samstarf við golfklúbbinn. Það var því gleði í lofti þegar Sigrún Helgadóttir, framkvæmdastjóri Norðuráls og Rakel Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis undirrituð samninginn á Garðavöllum.