Grænt bókhald 2020

Norðurál heldur Grænt bókhald, sem er nákvæm skrá yfir allt efni sem kemur til álversins og allt sem fer frá því. Bókhaldið sýnir með skýrum hætti að við höfum náð verulegum árangri á öllum sviðum. Allt frá bættri nýtingu hráefnis að endurvinnslu lífræns úrgangs í mötuneytinu.

Árið 2020 voru framleidd 312.600 tonn af áli. Losun á brennisteini dróst saman um 8% milli ára og díselnotkun hefur dregist saman um 77.600 lítra eða um 14,3% frá árinu 2015.  Nýjustu útgáfu Græna bókhaldsins má finna hér.