Grænt bókhald
Grænt bókhald er nákvæm skrá yfir allt efni sem kemur til álversins og allt sem fer frá því. Markmið okkar er að nýta allt hráefni eins vel og kostur er og gera ítarlega grein fyrir því hvað verður um öll óæskileg efni. Grænt bókhald bætir umhverfismenningu fyrirtækja með beinum og óbeinum hætti. Það eykur varkárni í meðhöndlun óæskilegra efna, auðveldar starfsfólki að leita nýrra leiða til að lágmarka losun og sóun, og hvetur til ábyrgrar umgengni um hráefni og nærumhverfi.
Bókhaldið okkar nær aftur til ársins 2003 og sýnir með skýrum hætti að við höfum náð verulegum árangri á öllum sviðum: Allt frá bættri nýtingu hráefnis að endurvinnslu lífræns úrgangs í mötuneytinu.
Grænt bókhald ársins 2023 má finna hér.
Útgáfur fyrri ára
2022 Grænt bókhald
2021 Grænt bókhald
2020 Grænt bókhald
2019 Grænt bókhald
2018 Grænt bókhald