Um Norðurál

Norðurál Grundartangi ehf. rekur álver á Grundartanga og framleiðir ál og álblöndur fyrir alþjóðamarkað. Fyrirtækið hefur starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 350 þúsund tonnum af áli á hverju ári. Starfsstöðvar eru á Grundartanga og í Skógarhlíð í Reykjavík.

Norðurál Grundartangi ehf. er í 100% eigu Norðuráls, sem er í 100% eigu Century Aluminum Company, sem er skrásett í Bandaríkjunum. Stjórn Norðuráls Grundartanga ber ábyrgð á að skipulag og rekstur sé í góðu ástandi, ber ábyrgð á framþróun og langtímamarkmiðum Norðuráls Grundartanga og hefur eftirlit með daglegum rekstri fyrirtækisins.