
Störf hjá Norðuráli
Norðurál er fjölþjóðlegur vinnustaður. Við mismunum ekki á grundvelli kyns, uppruna, trúarbragða eða kynhneigðar. Fjölbreytni styrkir starfsemina og hjálpar okkur að ná framúrskarandi árangri.
Deildarstjóri umhverfismála
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
- Rekstur og þróun umhverfismála
- Umsjón með að hlíta starfsleyfi
- Undirbúningur verkefna og verkefnastýring umhverfismála
- Kostnaðareftirlit og umsjón með gerð og eftirfylgni áætlana
- Greining, skýrslugerð og upplýsingagjöf innanhúss og til opinberra aðila
- Stjórn á umbótaverkefnum umhverfismála
Menntunarkröfur
- Meistaragráða í verkfræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af verkefnastjórnun kostur
Áreiðanleikafræðingur (Reliability Engineer)
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
- Gerð fyrirbyggjandi viðhaldsáætlana fyrir framleiðslubúnað og rýni á viðhaldskerfi
- Greining gagna, skýrslugerð og tölfræðileg úrvinnsla ásamt þróun lykilmælikvarða
- Rótargreiningar á bilunum í framleiðslubúnaði
- Gæðaeftirlit og tæknilegur stuðningur við verkáætlanadeild og viðhaldsteymi
- Tæknilegur stuðningur við undirbúning og lokaúttektir á nýjum framleiðslubúnaði
- Þátttaka í þverfaglegum umbótaverkefnum
Menntunarkröfur:
- Meistarapróf í verkfræði eða tæknifræði
- Sveinspróf í raf- eða vélvirkjun kostur
- Góð tölfræðikunnátta og greining gagna
Verkefnastjóri á verkfræðisviði
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
- Verkefnastjórnun margbreytilegra fjárfestingaverkefna
- Undirbúningur og greining verkefna
- Umsjón með gerð og eftirfylgni kostnaðar- og tímaáætlana
- Kostnaðareftirlit með verkefnum og rekstri
- Ýmis konar skýrslugerð og upplýsingagjöf
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Verkfræði eða sambærileg menntun
- Reynsla af verkefnastjórnun, helst úr iðnaðarumhverfi, kostur