Norðurál – júní 2017

Ársframleiðsla

(Tonn)

313.050

Ágæt afkoma þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður

Við álframleiðslu á Grundartanga árið 2016 voru notaðar 4,66 GWst af raforku, sem er tæpur fjórðungur alls rafmagns sem unnið er á Íslandi. Norðurál framleiddi rétt rúm 313 þúsund tonn af áli, sem er aukning frá árinu áður.

Rekstur Norðuráls gekk vel á árinu og þrátt fyrir tap 2016 er reksturinn traustur og í góðu jafnvægi. Framleiðsla álmelmis, sem notað er til framleiðslu ýmissa íhluta fyrir bifreiðar, gekk vel og eykur verðmæti afurða álversins.

Eftirspurnin á heimsmarkaði

+5.3%

1
Rekstur og lykiltölur

Reksturinn 2016

Framleiðsla álversins hefur aukist jafnt og þétt allt frá fyrsta starfsári þess og er nú um 313.000 tonn af áli. Í seinni tíð hefur aukin framleiðsla náðst með betri straumnýtingu. Þá hefur vægi verðmeiri afurða gengið vel en sú framleiðsla felur í sér að öðrum efnum er blandað út í álið til þess að gefa því mismunandi eiginleika, allt eftir óskum viðskiptavina. Vöruþróuninni er sérstaklega ætlað að mæta þörfum framleiðenda farartækja um létt en sterk fjölnotaefni en álmelmið er allt að fjórfalt sterkara en venjulegt ál. aukist Í álveri Norðuráls á Grundartanga framleiðum við ál sem notað er til vöruframleiðslu um allan heim.

2016 2015 Rekstrartekjur (m. USD) Þrátt fyrir aukna framleiðslu og verðmeiri afurðir drógust rekstrartekjur saman rúm 11%, eða 65 milljónir dollara á árinu. 0 100 200 300 400 600 500 2016 2015 2014 Framleiðsla (tonn af hreinu áli) Framleiðsla ársins var 313.050 tonn og hefur aldrei verið meiri. 0 100.000 200.000 400.000 300.000 2016 2015 Hagnaður (tap) (m. USD) Tap ársins eftir skatta og fjármagnsliði nam 21 milljón USD eða um 2,56 milljörðum íslenskra króna. Helsta skýringin er lágt heimsmarkaðsverð á áli. -30 -20 -10 0 10 50 20 30 40

Lykiltölur úr rekstri

Álver Norðuráls var rekið með 21 milljóna dala tapi í fyrra, jafnvirði 2,6 milljarða króna. Árið 2015 skiluðu framleiðsla og útflutningur á áli fyrirtækinu hagnaði upp á 46 milljónir dala og 83 milljónir árið 2014.

Hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 23 milljónum dala í fyrra samanborið við 62 milljónir árið 2015.

Tekjur námu 516 milljónum dala, eða 62 milljörðum króna. Þær drógust saman um ellefu prósent milli ári eða um 65 milljónir dala. Rekstrarkostnaður lækkaði úr 477 milljónum dala árið 2015 í 453 milljónir dala árið 2016.


Eigið fé Norðuráls í lok árs var rúmlega 375 milljónir dala eða 42 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 57%.

Lykiltölur

Rekstur 2016 2015
Rekstrartekjur   516 581
Framleiðslukostnaður   453 477
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði   63 104
  Hlutfall af veltu 12% 18%
Afskriftir   (40) (42)
Hreinir fjármagnsliðir   (39) (6)
(Tap) Hagnaður fyrir skatta   (16) 56
Tekjuskattur   (5) (10)
       
(Tap) Hagnaður ársins   (21) 46
Handbært fé frá rekstri   53 70
Fjárfestingar   11 13
       
Efnahagur      
Fastafjármunir 520 550
Veltufjármunir 138 133
Eignir samtals 658 683
Eigið fé   375 397
Vaxtaberandi skuldir   152 160
Tekjuskattsskuldbinding   83 83
Skammtímaskuldir   47 43
Skuldir og eigið fé   658 683
Eiginfjárhlutfall   57% 58%
Rekstur   2016 2015
Rekstrartekjur   62.266 76.606
Framleiðslukostnaður   54.667 62.881
Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði   7.598 13.725
  Hlutfall af veltu 12% 18%
Afskriftir   (4.859) (5.496)
Hreinir fjármagnsliðir   (4.639) (863)
(Tap) Hagnaður fyrir skatta   (1.900) 7.365
Tekjuskattur   (657) (1.329)
       
(Tap) Hagnaður ársins   (2.557) 6.036
Handbært fé frá rekstri   8.066 13.751
Fjárfestingar   1.295 1.692
       
Efnahagur      
Fastafjármunir   58.674 71.251
Veltufjármunir   15.542 17.221
Eignir samtals   74.216 88.471
Eigið fé   42.349 51.417
Vaxtaberandi skuldir   17.195 20.751
Tekjuskattskuldbinding   9.371 10.693
Skammtímaskuldir   5.302 5.610
Skuldir og eigið fé   74.216 88.471
Eiginfjárhlutfall   57% 58%
2
Íslenskt ál á heimsmarkaði

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir vaxandi eftirspurn og mikilvægi áls á sífellt fleiri sviðum, hefur álverð í heiminum farið lækkandi undanfarin ár. Þannig hafði álverð árið 2016 ekki verið lægra síðan 2003. Þessa þróun má að verulegu leyti rekja til aukins framboðs á niðurgreiddu áli frá Kína en áhöld eru um hvort niðurgreiðslur á aðföngum til framleiðslunnar þar í landi séu lögmætar. Þannig var meðalverð á álmörkuðum Evrópu um 8,4% lægra á árinu 2016 en 2015. Þróunin hafði veruleg áhrif á afkomu Norðuráls og tap var á rekstrinum.

Líkt og raunin er með aðrar útflutningsgreinar, speglar afkoma Norðuráls jafnframt áhrifin af sterkari krónu. Þá hafa launahækkanir hérlendis verið mun meiri en í nágrannalöndum og launakostnaður því aukist.


Hinsvegar er staðreyndin sú að áliðnaðurinn einkennist yfir lengri tíma af sveiflum í verði. Um þessar mundir eru skýr teikn á lofti um að breytingar til hins betra séu í vændum. Þannig er meðalálverð fyrstu 5 mánuði ársins 2017 17% hærra en verðið 2016.

Íslenskt ál hefur sérstöðu þegar vöruframleiðendur velja efni sem framleitt er á umhverfisvænan máta og vilja draga úr kolefnisfótspori, en hvergi í veröldinni er álframleiðsla jafn umhverfisvæn og hér. Íslendingar eru vissulega örþjóð þegar miðað er við mannfjölda en í álframleiðslu munar sannarlega um framlag þeirra, sem nálgast 2% af heildarframleiðslu hreins áls í heiminum.

Meginhluti þeirrar orku sem álfyrirtæki víða um heim nota til framleiðslu er ekki endurnýjanleg og við nýtingu hennar á sér stað mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Borið saman við álframleiðslu á Íslandi er munurinn allt að tífaldur þessum erlendu framleiðendum í óhag. Með því að framleiða ál úr endurnýjanlegri orku og með fyrsta flokks framleiðslutækni leggja Íslendingar mikið af mörkum til að sporna gegn mengun á heimsvísu.

Það er klárlega fyrir hendi sóknarfæri á frekari markaðssetningu íslenskra afurða undir jákvæðum formerkjum. Ef álnotendur í framleiðsluiðnaði sjá markaðsleg tækifæri í því að nota ál með lágu kolefnisfótspori, skapar það sóknarfæri hér á landi. Vaxandi vitund neytenda um mikilvægi þess að takmarka kolefnisfótspor er lykilforsenda.

Ragnar Guðmundsson
Forstjóri

Gengisvísitalan jan. 2016 - des. 2016

3
Skattspor Norðuráls

Skattsporið

Skattsporið vísar til þeirra skatta og gjalda sem verða til vegna þeirra verðmætasköpunar sem rekstur fyrirtækisins skilar.

Á árinu 2016 nam skattspor Norðuráls samtals 4,9 milljörðum króna og skiptist þannig að skattar sem voru greiddir námu 3,2 milljörðum og innheimtir skattar voru 1,7 milljarðar króna.

Greiddir skattar

3.160 m. kr.

Innheimtir skattar

1.746 m. kr.

Skattspor

4.906 m. kr.

Ríkissjóður fær 61%

Norðurál greiðir tekjuskatt af afkomu félagsins, tæplega 1,7 milljarða árið 2016. Mótframlög í lífeyrissjóð og tryggingagjald á greidd laun er næststærsti liðurinn. Ríkissjóður fær langstærstan hluta af öllum sköttum Norðuráls sem eru greiddir eða innheimtir. Norðurál er og hefur verið í hópi stærstu skattgreiðenda á Íslandi.

Sundurliðun á greiddum sköttum (m. kr.)

Tekjuskattur 1.650
Lögboðin gjöld vegna starfsmanna 1.060
Umhverfisskattar 83
Hafnargjöld 185
Skattar á eignir 179
Aðrir skattar 10
Afdreginn tekjuskattur starfsmanna 1.381
Afdregin lífeyrisgjöld starfsmanna 358
Samtals 4.906

Heimild: KPMG

60 milljarða verðmætasköpun

Verðmætasköpun Norðuráls á árinu 2016 nam um 60 milljörðum króna. Þar eru lagðar saman rekstrartekjur (nær einungis útflutningstekjur), fjármunatekjur og afkoma ársins. Framlag fyrirtækisins til viðskiptaumhverfisins felst einkum í þáttum eins og kaupum á raforku, launakostnaði og aðkeyptri þjónustu og vörukaupum. Hjá fyrirtækinu störfuðu að jafnaði 582 starfsmenn á árinu 2016 og námu launagreiðslur alls 5 milljörðum króna. Greiðslur skatta og annarra gjalda til ríkis, sveitafélaga og lífeyrissjóða vegna starfseminnar á árinu 2016 námu 3,2 milljörðum. Alls námu því greiðslur til starfsmanna, ríkis, sveitafélaga og lífeyrissjóða 8,17 milljörðum króna á árinu 2016, eða um 14% af fjárhagslegri verðmætasköpun fyrirtækisins. Stærstu kostnaðarliðir álsversins auk launakostnaðar eru hráefni og raforka.

Verðmæti til samfélagssins (m. kr.)

Fjárhagsleg
verðmæti 2016
59.776
Fjöldi
starfsmanna 2016
582
Launagreiðslur án
launatengdra gjalda
5.009
Greiddir
skattar
3.160
Alls launagreiðslur
og greiddir skattar
8.169 / 13,7%
4
Fólkið okkar

Stærsti vinnustaður vesturlands

362
Akranes
132
Höfuðborgarsvæðið
52
Hvalfjörður
48
Borgarfjörður

Hjá Norðuráli starfa að jafnaði um 600 manns og er fyrirtækið stærsti vinnustaður á Vesturlandi. Um 80% starfsfólksins eru búsett í nágrannasveitarfélögunum, Hvalfjarðarsveit, Akranesi eða í Borgarbyggð. Þessi hópur hefur fjölbreyttan, bakgrunn, menntun, reynslu og aldur. Fjölbreytni styrkir starfsemina og hjálpar okkur að ná framúrskarandi árangri. Framleiðsla áls í álveri Norðuráls á Grundartanga fer fram í fjórum kerskálum. Kerin eru lokuð og tengd þurrhreinsivirkjum sem hreinsa útblástur sem kerin skila frá sér.

Öryggismál eru í forgangi hjá Norðuráli og enduspeglast sú áhersla í öllu starfi fyrirtækisins.

5
Framleiðsluferlið á Grundartanga

Framleiðslan

Þótt álver sé mikið mannvirki og meðferð fljótandi málms við 950°C hita enginn barnaleikur, þá er ferlið í grunnatriðum ekki flókið. Áloxíð er flutt til landsins með skipum (1) og flutt til kerskála eftir þörfum í lokuðu kerfi (2-3, 5). Nærri fjórðungur allrar raforku á Íslandi kemur til álversins eftir háspennulínum og er breytt í lágspennuorku í spennistöð (4). Í kerskálum er ál greint frá súrefni með rafgreiningu, steypt í meðfærilegar einingar (6) og flutt á alþjóðamarkað með skipum (7).

Rekstur álvers í fremstu röð á heimsvísu krefst vel þjálfaðs starfsfólks, besta fáanlega tækjabúnaðar og ábyrgra stjórnarhátta. Í hverju skrefi er stöðugt unnið að enn betri nýtingu hráefna, minni losunar óæskilegra efna, aukinni endurvinnslu, hreinni afurðar og auknu öryggi starfsfólks.

6
Norðurál 2016

Það helsta á árinu

Eftirspurn eftir áli í heiminum jókst um 5,3% á árinu 2016 sem hefur þó ekki skilað sér í hækkandi álverði. Vaxandi notkun áls í bílaiðnaði er helsta ástæðan fyrir þessari auknu eftirspurn.

Útflutningsverðmæti frá íslensku álverunum námu 181 milljarði króna. Þá keyptu álverin vörur og þjónustu fyrir um 22,5 milljarða af hundruðum innlendra fyrirtækja. Raforkukaup námu um 36 milljörðum og er þá tekið mið af samanlagðri raforkunotkun álvera og meðalverði Landsvirkjunar til stóriðju.

Fjórða árið í röð er Norðurál á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Þau félög sem fá viðurkenningu sem framúrskarandi þurfa að uppfylla margvísleg skilyrði um rekstur og stöðu. Þessi fyrirtæki byggja á sterkum stoðum og í þeim felast því mikil verðmæti fyrir samfélagið í heild sinni.

Norðurálsmótið var haldið á Akranesi í júní og er stærsta fótboltamót fyrir 6-8 ára drengi sem haldið er hér á landi. Að þessu sinni voru keppendur Norðurálsmótsins um 1.600.

Norðurál gerði styrktarsamning við knattspyrnufélagið Val í Reykjavík sem tekur sérstaklega til barnastarfs félagsins.

Eftirspurn eftir áli í heiminum árið 2016

+5,3%

7
Samfélagsverkefni

Stærsta fótboltamótið

Norðurálsmótið var haldið á Akranesi í júní og er stærsta fótboltamót fyrir 6-8 ára drengi sem haldið er hér á landi. Að þessu sinni voru keppendur Norðurálsmótsins um 1.600.

Norðurál gerði styrktarsamning við knattspyrnufélagið Val í Reykjavík sem tekur sérstaklega til barnastarfs félagsins. Norðurál styrkir tugi samfélagsverkefni ár hvert, bæði stór og smá og er samningurinn við Val í takt við þá stefnu að helstu samfélagsverkefni okkar eru tengd íþróttastarfi, barna- og unglingastarfi og forvörnum.

6-8 ára keppendur á Norðurálsmótinu

2016

1.600

8
Grænt bókhald

Grænt bókhald

Norðurál heldur ítarlegt grænt bókhald og skilar því til Umhverfisstofnunar fyrir 1. maí ár hvert. Einnig er fært útstreymisbókhald og á hverju ári er unnið að fjölda átaksverkefna til að bæta frammistöðu fyrirtækisins í umhverfismálum, í stóru jafnt sem smáu.

Víðfeðmt svæði umhverfis álverið er vaktað af óháðum aðilum og fylgst með ástandi gróðurs, lofts, húsdýra og vatns á yfir 80 mælistöðum.

Græna bókhaldið er aðgengilegt hér.

Losun SO2 miðað við starfsleyfi
( Kg / t Al )
74%
9
Norðurál og móðurfélagið

Century Aluminum

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, er með höfuðstöðvarí Chicago í Illinois í Bandaríkjunum. Auk Norðuráls á Grundartanga á félagið og rekur þrjú önnur álver í Bandaríkjunum. Samanlögð framleiðsla Century Aluminum árið 2016 var 738.000 tonn og er fyrirtækið stærsti álframleiðandinn í Bandaríkjunum.

  • - Norðurál, Grundartanga
  • - Hawesville, Kentucky
  • - Sebree, Kentucky
  • - Mt. Holly, Suður-Karólínu


Auk álvera á félagið rafskautaverksmiðjur í Hollandi og Kína. Century Vlissingen verksmiðjan er á iðnaðarsvæði í Suður-Hollandi og hafa íslenskar verkfræðistofur og verkfræðingar séð um hönnun og breytingar á búnaði í Vlissingen. Þar starfa um 50 manns og framleiðslugeta er 145.000 tonn á ári.

Century Aluminum á einnig 40% eignarhlut í rafskautaverksmiðjunni Baise Haohai Carbon Co., Ltd. í Guangxi Zhuang í Suður-Kína. Meðeigandi er Guangxi Qiangqiang Carbon Co., Ltd., sem jafnframt hefur umsjón með rekstrinum. Framleiðslugeta er 180.000 tonn á ári.

Rafskaut eru notuð til álframleiðslu og eru rafskaut frá báðum verk- smiðjunum notuð við álframleiðslu hjá Norðuráli á Grundartanga.

Samanlögð framleiðsla 2016

(tonn)

738.000

Forstjóri Norðuráls er Ragnar Guðmundsson. Gunnar Guðlaugsson fer með framkvæmdastjórn og ábyrgð á daglegum rekstri Norðuráls Grundartanga ehf.

Í stjórn Norðuráls Grundartanga ehf. sitja Ragnar Guðmundsson, Jesse Gary og Michelle Harrison.

Við erum líka á nordural.is og facebook.



Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum. Umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og OHSAS 18001 stöðlum.


Gefið út af Norðuráli ehf. í júní 2017
Skýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi.
Ábyrgðarmaður: Sólveig Kr. Bergmann
Hönnun: Jónsson & Le'macks
© Norðurál/Jónsson & Le'macks