
Lykiltölur úr rekstri 2019
Tap ársins 2019 nam 3.932 milljónum króna. Framleidd voru 315.867 tonn af áli en til þess notuðum við um fjórðung alls rafmagns sem framleitt er á Íslandi. Fjöldi stöðugilda var 570.
MILLJÓNIR | ISK | |
---|---|
Tekjur | 77.056 |
Hagnaður(tap) | (3.932) |
EBIDTA | 118 |
Fjárfestingarhreyfingar | 646 |
Eiginfjárhlutfall | 65% |
Arðsemi eigin fjár | -8,2% |
Starfsfólk | 570 |
Álframleiðsla (tonn) | 315.867 |
Forstjóri Norðuráls er Gunnar Guðlaugsson. Í stjórn Norðuráls árið 2019 áttu sæti Jesse Gary, Gunnar Guðlaugsson, Michelle Harrison og Sigrún Helgadóttir.
Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum. Umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og ISO 45001 stöðlum. Fyrirtækið er með ÍST 85:2012 jafnlaunavottun og ASI vottun um umhverfisvæna og ábyrga framleiðslu.
Ársreikningur Norðuráls 2019
Ársreikningur Norðuráls 2018
Ársreikningur Norðuráls 2017