Umhverfisvænasta
ál í heimi

Ísland er eitt örfárra landa í heiminum sem framleiða rafmagn nær eingöngu úr endurnýjanlegum og umhverfisvænum orkugjöfum. Rafmagnið nýtum við að langstærstum hluta til að vinna hreint ál úr áloxíði og nálgast hlutur Íslands 2% af heimsframleiðslunni.

Losun CO2 vegna álvinnslu er minni á Íslandi en í nokkru öðru framleiðslulandi. Þessi árangur næst með fyrsta flokks tæknibúnaði, frábæru starfsfólki og stöðugleika í rekstri, ásamt notkun umhverfisvænna orkugjafa. Skýr umhverfisvitund gegnir lykilhlutverki á öllum stigum framleiðslunnar, allt frá aðföngum í fjarlægum löndum að hámarksnýtingu og endurvinnslu allra hráefna.

Norðurál hefur náð frábærum árangri við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda, minnka sóun og bæta nýtingu hráefna. Við losum stöðugt minna af gróðurhúsalofttegundum, aukum hlut endurvinnslu ár frá ári og bætum aðferðir okkar stöðugt. Þess vegna köllum við álið okkar umhverfisvænasta ál í heimi.

Bein og óbein losun C0₂ hjá 15 stærstu álframleiðsluríkjum heims Tonn CO₂ / tonn af áli 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 Ísland Noregur Kanada Brasilía Malasía Rússland Saudi Arabía Katar S.A.F. Bahrain Ástralía Kína Bandaríkin Indland Suður-Afríka Framleiðsla Raforka úr jarðgasi Raforka úr kolum Heimild: CRU / Hydro analysis

609.380 tonn Al2O3

Framleiðsluferli áls er í raun ekki flókið. Ál er frumefni en nánast óþekkt í náttúrunni nema bundið við önnur efni, einkum súrefni. Við notum áloxíð – súrefnisbundið ál, eða Al2O3 – fíngert duft sem er flutt að Grundartanga með skipum og sogað inn í verksmiðjuna í lokuðu kerfi.

4.639.000 MWst

Samband áls og súrefnis í áloxíði er afar sterkt. Til að skilja efnin að þarf ekki bara mikla orku, heldur þarf líka að finna nýjan félaga fyrir súrefnið. Súrefnið (O) er slitið frá álinu (Al) með rafgreiningu og bundið við kolefni (C). Þá myndast CO2 en eftir verður hreint ál.

317.386 tonn Al

Afurðin er hreint ál sem er steypt í meðfærilegar einingar, staflað í gáma og ekið að skipi sem bíður við hafnarbakkann aðeins 600 metra frá álverinu. Norðurál vinnur hluta álsins áfram í ýmsar álblöndur sem eru allt að fjórfalt sterkari en hreint ál og mun verðmeiri. Afurðir álversins fara ýmist beint til viðskiptavina erlendis eða á alþjóðlegan markað og eru notaðar í umbúðir, samgöngutæki, raftæki, byggingavörur og ótalmargt fleira.

Ábyrgð, öryggi og
hagkvæmni

Norðurál framleiðir ál samkvæmt þörfum viðskiptavina á ábyrgan, öruggan og samkeppnisfæran hátt. Gæðastjórnunarkerfið er rýnt reglulega og endurbætt. Lögð er áhersla á gæðavitund starfsmanna og að þeir taki virkan þátt í stöðugum umbótum.

Við lítum á öryggi og heilsu starfsfólksins sem okkar mikilvægasta verkefni á hverjum einasta degi. Norðurál er stærsti vinnustaður Vesturlands og gegnir mikilvægu hutverki í samfélaginu – ekki aðeins fyrir efnahag og velferð þeirra fjölmörgu sem starfa hjá okkur og með okkur, heldur einnig lífsgæði, umhverfi og efnahag landsins í heild. Fyrirtækið leggur áherslu á hlutverk sitt sem ábyrgur þegn í samfélaginu og uppfyllir lög og reglur sem snúa að starfsemi fyrirtækisins.

Gæðamarkmið Norðuráls

VIRK GÆÐASTJÓRNUN
AUKIN HAGKVÆMNI
ÁNÆGÐIR VIÐSKIPTAVINIR

Grænt bókhald

Grænt bókhald

Grænt bókhald er nákvæm skrá yfir allt efni sem kemur til álversins og allt sem fer frá því. Markmið okkar er að nýta allt hráefni eins vel og kostur er og gera ítarlega grein fyrir því hvað verður um öll óæskileg efni.

Grænt bókhald bætir umhverfismenningu fyrirtækja með beinum og óbeinum hætti. Það eykur varkárni í meðhöndlun óæskilegra efna og hættulegra tækja og auðveldar stjórnendum að leita nýrra leiða til að minnka losun og sóun, fækka óhöppum og atvikum sem gætu haft neikvæð áhrif á umhverfið eða heilsu starfsfólks.

Engin meiriháttar umhverfisatvik urðu á árinu 2018. Rekstur þurrhreinsivirkja gekk almennt vel og allar mælingar voru innan þeirra marka sem sett eru í starfsleyfi.

Smurolía (lítrar):

5.327

Minni losunarheimildir
með aukinni framleiðslu

Álver Norðuráls á Grundartanga hefur starfsleyfi fyrir framleiðslu allt að 350 þúsund tonna af áli á hverju ári. Starfsleyfi sem gefið var út af Umhverfisstofnun í lok árs 2015 gildir til 16. desember 2031. Í því var dregið úr losunarheimildum fyrirtækisins fyrir flúor og brennistein.

Í nýju starfsleyfi Norðuráls fer leyfileg losun flúors úr 0,5 kg á hvert framleitt tonn af áli niður í 0,47 kg/t að meðaltali á ári ef ársframleiðsla er undir 320 þúsund tonnum. Ef ársframleiðsla er umfram 320 þúsund tonn minnkar leyfileg losun enn frekar, eða niður í 0,43 kg/t.

Losunarmörk og innri mælingar tryggja að styrkur efna fari ekki yfir viðmiðunarmörk utan þynningarsvæðis.

0,0 0,1 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 2018 2017 2016 2015 2014 Flúor (kg/t Al) 2018 2017 2016 2015 2014 Ryk (kg/t Al) 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 2018 2017 2016 2015 2014 SO₂ (kg/t Al) Norðurál - losun Starfsleyfi Losun flúors, ryks og brennisteinsdíoxíðs (SO₂) er sem fyrr langt innan þeirra marka sem sett eru í starfsleyfi.

Áritun endurskoðanda

Ég hef endurskoðað og yfirfarið upplýsingar sem fram koma í grænu bókhaldi Norðuráls fyrir árið 2018. Græna bókhaldið hefur verið rýnt m.t.t. þess hvort það innihaldi þær upplýsingar sem það á að innihalda skv. 6., 7. og 8. gr. reglugerðar nr. 851/2002 og hvort þær tölulegu upplýsingar sem birtar eru séu í samræmi við gögn úr fjárhagsbókhaldi og vöktun fyrirtækisins á lykiltölum í umhverfismálum.

Eftir yfirferð á gögnum er það álit mitt að græna bókhaldið sé í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 851/2002 og gefi góða mynd af umhverfisáhrifum rekstrarins árið 2018.

Elín Vignisdóttir, landfræðingur
Reykjavík, 30. apríl 2019
Starfsfólk, hráefni og auðlindanotkun 2018 Magn Eining
Fjöldi starfsmanna 598 ♂ ♀
Hlutfall karla/kvenna 484/114 ♂/♀
Raforkunotkun 4.639.000 MWst
Olíunotkun 565.413 ltr
Gasnotkun 89 tonn
Notkun á köldu vatni 173.958 m3
Notkun á sjó 7.884.000 m3
Heildarhráefnisnotkun 2,38 t/t Al
Innflutt hráefni 2,38 t/t Al
Eiturefni & hættuleg efni (fast) 616.553 tonn
Eiturefni & hættuleg efni (fljótandi) 591.594 ltr
Notkun umbúða og pökkunarefnis < 400 tonn
Losun efna og meðhöndlun úrgangs Magn Eining
Losun efna í andrúmsloft
Flúoríð (loftkennt og rykbundið) F 0,38 kg/t Al
Brennisteinsdíoxíð SO2 9,37 kg/t Al
Ryk 0,73 kg/t Al
Koltvísýringur CO2 1,49 t/t Al
Flúorkolefnissambönd, PFC CO2 ígildi 0,12 kg CO2 /t Al
Fjölhringa arómatísk vetniskolefni PAH16 0,000024 kg/t Al
Losun efna í yfirborðsvatn/grunnvatn/sjó
Seyra 0,06 kg/t Al
Olía / fita í kælivökva frá steypuskála og afriðlum < 0,5 ppm
Losun efna í holræsakerfi sveitarfélags
Tæming á rotþró 7,3 tonn
Magn úrgangs til förgunar
Pressanlegur úrgangur 0,45 kg/t Al
Förgun í flæðigryfju 28 kg/t Al
Magn úrgangs til endurvinnslu
Skautleifar og kolaryk 137 kg/t Al
Álgjall 9,0 kg/t Al
Timbur 0,9 kg/t Al
Brotajárn 2,2 kg/t Al
Pappi 0,1 kg/t Al
Plast 0,02 kg/t Al
Magn spilliefna til förgunar
Samtals spilliefni 0,03 kg/t Al

Yfirlýsing stjórnar

Allar upplýsingar í grænu bókhaldi fyrirtækisins fyrir árið 2018 eru veittar eftir bestu vitund. Mengunarvarnabúnaður er samkvæmt bestu fáanlegu tækni og honum viðhaldið undir skilvirku eftirliti. Niðurstöður innri mælinga eru nýttar til umbóta með það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni.

Góð umgengni við umhverfið er lykilatriði í ábyrgum rekstri fyrirtækisins og stöðugri vöktun umhverfisþátta er ætlað að tryggja að settu marki sé náð. Rekstur fyrirtækisins á sviði umhverfismála var góður á árinu og var virk vöktun framkvæmd í samræmi við vöktunaráætlun og kröfur starfsleyfis.

Ragnar Guðmundsson
Forstjóri
Gunnar Guðlaugsson
Framkvæmdastjóri
Úrgangur 2018 2017 2016  
Efni frá fráveitu (tonn)        
Seyra 20,0 21,3 28,2  
Annar úrgangur (úr rotþróm) 7,3 8,1 9,2  
Efni til endurvinnslu (tonn)        
Skautleifar 41.978 34.311 33.466  
Kolaryk 1.352 1.436 1.174  
Baðefni 2.220 3.150 2.070  
Álgjall 2.846 3.402 2.915  
Brotajárn 700 843 951  
Timbur 284 290 365  
Pappi 30 39 43  
Plast 7 5 15  
Olía - olíusori 17 13 16  
Hjólbarðar 3,8 8,6 5,1  
Rafgeymar og raftæki 4,7 1,7 5,6  
Föt og klæði 1,2 0,9  
Ljósaperur 0,02 0,1 0,2  
Olíumengaður úrgangur 7 7 26  
Malbik 5 106 0  
Spilliefni (tonn)        
Raftæki - spilliefni 0,4 0,0 0,2  
Spilliefni 7 4 9  
Málning 0,7 0,4 0,1  
Efni í flæðigryfju (tonn)        
Kerbrot 5.522 6.652 9.771  
Kolefni – skautsmiðja 1.277 1.088 1.181  
Kolefni - kerskáli 1.480 722 1.445  
Uppsóp 6 4  
Afsag af kerfóðrunarefnum 537 469 417  
Ofnafóðringar 41 39  
Möl og jarðvegur 161 90 15  
Fastur úrgangur (tonn)        
Pressanlegur úrgangur 144 146 138  
Lífrænn úrgangur 6 7 -  
Losun í loft        
CO2 (tonn) 473.303 479.065 474.556  
CF4/C2F6 (tonn CO2 ígildi) 39.101 30.079 49.261  
SO2 (tonn) 2.973 2.819 2.920  
Fjölhringa arómatísk vetniskolefni (kg) 7,6 7,6 7,5  
Heildarflúor (tonn) 120 93 110  
Ryk - PM10 (tonn) 233 202 217  
Notkun eiturefna og hættulegra efna        
DAG 554/20 (lítrar) 19.384 15.325 14.489  
Plicast strong mix P (tonn) 115 130 196  
Þjöppusalli (tonn) 576 618 884  
Kragasalli (tonn) 1.643 1.625 1.627  
Própangas (tonn) 89 110 90  
Dieselolía (lítrar) 565.413 503.410 538.148  
Glussaolía (lítrar) 6.797 440  
Sódi (tonn) 159 167 263  
Álflúoríð (tonn) 4.573 4.337 4.217  
Áloxíð (tonn) 609.380 608.984 600.542  
Ferromangan (tonn) 10 12 9  
Ferrofosfór (tonn) 8 12 19  
Framleiðsla og hráefnanotkun        
Framleiðsla á hreinu áli (tonn) 317.386 317.179 313.050  
Áloxíð (tonn) 609.380 608.984 600.542  
Álflúoríð (tonn) 4.573 4.337 4.217  
Forbökuð skaut - netto notkun (tonn) 132.434 133.544 132.704  
Própangas (tonn) 89 110 90  
Dieselolía (lítrar) 565.413 503.410 538.148  
Sódi (tonn) 159 167 263  
Kragasalli (tonn) 1.643 1.625 1.627  
Steypujárn (tonn) 1.278 976 1.367  
Gaflar og viðgerðarefni (tonn) 782 580 674  
Raforka (MWst) 4.639.000 4.649.000 4.663.000  
Iðnaðarvatn (m3) 104.375 102.645 94.556  
Neysluvatn (m3) 69.583 68.430 63.037  
Sjór (m3) 7.884.000 7.884.000 7.884.000  
Hráefnanotkun        
Kísill (tonn) 5.113 4.286 4.343  
Magnesíum (tonn) 204 169 184  
Titaníum (tonn) 76 63 65  
Strontíum (tonn) 25 19 22  
Glussaolía (lítrar) 6.797 1.684 4.160  
Kæliolía (lítrar) 5.327 4.101 4.396  
Ýmis olíuhreinsiefni (lítrar) 892 940 1.060  
Smurolía (lítrar) 5.327 4.547 5.650  
Kísiljárn (tonn) 23 25 25  
Ferromangan (tonn) 10 12 9  
Ferrofosfór (tonn) 8 12 19  
Kolefni (tonn) 65 60 83  
Stálhögl (tonn) 71 56 55  
Tréspírur (stk) 9.900 10.900 16.600  
Rafgeymar (stk) 67 87 67  

Vöktun og eftirlit

Umhverfisvöktun

Umhverfisvöktun felur í sér rannsóknir og eftirlit með 109 mæliþáttum í og við Hvalfjörð. Tilgangurinn er að ganga úr skugga um að starfsemi Norðuráls og annarra fyrirtækja á Grundartanga hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið.

Umhverfisvöktun er framkvæmd af óháðum aðilum og sýna niðurstöður ótvírætt að Norðurál uppfyllir öll viðmiðunarmörk sem sett eru í starfsleyfi og reglugerðum.

Umhverfisvöktun er skipulegt eftirlit óháðra aðila með fjölda umhverfisþátta sem öll leyfisskyld starfsemi á Grundartanga er talin geta haft áhrif á. Hún er framkvæmd af nokkrum fjölda óháðra aðila sem annast mismunandi eftirlitsþætti: Verkfræðistofur, Háskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís, Skógrækt ríkisins, Náttúrufræðistofnun Íslands og Akureyrarstofa.

Ítarlegri upplýsingar um niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir árið 2018 má finna á vef Umhverfisstofnunar.

Ábendingar og tilkynningar

Við hvetjum starfsfólk til að koma á framfæri hvers kyns ábendingum og athugasemdum sem tengjast umhverfismálum. Þær eru skráðar og unnið er með úrbætur. Alls bárust 38 tilkynningar og ábendingar á árinu 2018.

Með árvekni og vitund um áhrif okkar á umhverfið getum við bætt okkur jafnt og þétt í stóru sem smáu.

Dæmi um ábendingu:

Verið er að nota dráttarbíl sem hannaður er til þess að
draga deiglur sem eru á annan tug tonna sem snattbíl
til þess að keyra um skálana í málningarvinnu.
Þessi bíll brennir díselolíu. Væri ekki æskilegra að
finna einhvern umhverfisvænni ferðamáta og nota
raforkuna sem nóg er til af hér á svæðinu?



Úrlausn:

Hlutfall rafbíla innan fyrirtækisins aukið, hvort sem
um er að ræða lyftara, deiglubíla eða önnur faratæki.
Þá hefur hleðslustöðvum fyrir rafbíla verið komið upp
fyrir gesti og starfsfólk Norðuráls.

Norðurál og samfélagið

Heiðarleg viðskipti

Móðurfélag Norðuráls, Century Aluminum Company, og dótturfélög þess hafa einsett sér að ástunda gott siðferði og fara að lögum í viðskiptum um allan heim. Bandarísk og alþjóðleg lög og reglur banna spillta viðskiptahætti, s.s. óeðlilega fyrirgreiðslu og rangfærslur í bókhaldi og öðrum gögnum.

Tilgangurinn með stefnunni er að setja upp staðla og verklag sem starfsmönnum er skylt að hlíta til að tryggja að farið sé að lögum og tryggja gott orðspor fyrirtækis sem stundar heiðarleg viðskipti.

Siðareglur

Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, og öll tengd félög skuldbinda sig til þess að hlíta ströngustu kröfum um heiðarleika, siðferði og ráðvendni í viðskiptum. Stjórnendur skrifa undir siðareglur þar sem settar eru fram skýrar leiðbeiningar til þess að sporna við óheiðarleika og siðleysi í háttsemi og stuðla að því að öll starfsemi félagsins standist þessar kröfur.

Starfsmenn mega ekki leyfa, bjóða, lofa né veita greiðslur í reiðufé eða öðrum verðmætum, beint eða gegnum þriðja aðila, til opinbers embættismanns eða starfsmanns fyrirtækis í einkageiranum, né til maka, sambýlisaðila, barns eða annars skyldmennis neinna slíkra aðila í þeim tilgangi að hafa áhrif á eða umbuna fyrir gjörðir eða ákvarðanatöku slíkra aðila eða til að öðlast óviðeigandi ávinning. Á sama hátt mega starfsmenn og nánasta fjölskylda þeirra ekki krefjast, samþykkja né taka við peningagreiðslum eða öðrum verðmætum beint eða gegnum þriðja aðila umfram almennar viðskiptavenjur.

NaturAl®

Neytendur krefjast þess í síauknum mæli að vörur séu framleiddar á eins umhverfisvænan hátt og kostur er. Því leitast vöruframleiðendur við að lágmarka kolefnisfótspor framleiðslu sinnar.

Til að svara því kalli höfum við skrásett vörumerkið NaturAl® beggja vegna Atlantshafsins. Undir merkjum NaturAl er ætlunin að framleiða hágæða ál til notkunar í hátæknivörur til kröfuharðra neytenda, sem vilja vera þess fullvissir að vörurnar sem þeir kaupa uppfylli ströngustu umhverfissjónarmið. NaturAl er unnið með hreinni íslenskri orku með umhverfisvænustu aðferðum og minnsta CO2 fótspori sem völ er á.

Ábyrg nýting hráefna og aukin þekking starfsfólks

Norðurál framleiðir ál á umhverfisvænan hátt og leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa ásamt ábyrgri nýtingu orku og hráefna.

Norðurál er í hópi íslenskra fyrirtækja og stofnana sem skrifuðu undir yfirlýsingu um loftslagsmál í tengslum við loftlagsráðstefnuna í París. Þar með skuldbatt fyrirtækið sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Norðurál hefur náð góðum árangri á þessu sviði og er í hópi þeirra álvera sem best standa sig á heimsvísu. Vel hefur tekist að hámarka nýtingu rafskauta, halda framleiðslunni stöðugri og lágmarka þar með losun lofttegundanna.

Árið 2018 voru teknar í notkun tíu nýjar rafhleðslustöðvar fyrir bifreiðar og þeim fjóru rafhleðslustöðvum sem fyrir voru var breytt í hraðhleðslustöðvar. Hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru vel nýttar. Að sama skapi hefur hlutfall rafbíla innan fyrirtækisins verið aukið; jafnt lyftara sem annarra farartækja.

Norðurál hefur á þriðja tug rafknúinna farartækja sem flytja starfsfólk og vörur á athafnasvæði álversins og nú býr fyrirtækið einnig í haginn fyrir vaxandi fjölda starfsfólks sem ekur til og frá vinnu á eigin rafknúnum ökutækjum. Markmiðið er að minnka kolefnisspor, stuðla að vistvænum samgöngum og gera góðan vinnustað enn betri. Orkan er starfsfólki að endurgjaldslausu.

Aukin endurnýting og ábyrg förgun

Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsfólks í umbótastarfi. Allt starfsfólk Norðuráls fær bónusgreiðslur sem eru m.a. tengdar frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhverfismála.

75% af öllum úrgangi sem til fellur við framleiðslu álversins eru endurunnin og erfitt að auka það hlutfall miðað við þá tækni sem notuð er við álframleiðslu. Þess vegna stefnum við að því að að draga úr hlutfalli óflokkaðs úrgangs á öllum starfsstöðvum Norðuráls. Einnig hvetjum við starfsfólk og gesti Norðuráls til að nýta hleðslustöðvar fyrir rafbíla sem komið hefur verið upp. Að sama skapi hefur hlutfall rafbíla innan fyrirtækisins verið aukið; jafnt lyftara sem annarra farartækja.

Endurvinnsla og förgun: 2018 2017 2016 2015 Tonn Endurunnið Fargað 0 10.000 20.000 30.000 40.000 50.000 60.000 70.000

Jafnrétti, traust og fjölskyldugildi

Hjá Norðuráli starfa um 600 manns. Vinnustaðurinn er fjölþjóðlegur og við leggjum sérstaka áherslu á heilbrigðan og góðan starfsanda. Við styðjum okkar fólk til endurmenntunar, starfsþjálfunar og þróunar í starfi. Árið 2018 voru 33 nemendur frá Norðuráli við nám í stóriðjuskólanum, sem gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í viðhaldi og eflingu þekkingar og færni starfsfólksins okkar.

Jafnrétti

Norðurál leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla í störfum hjá fyrirtækinu. Gæta skal jafnréttis milli einstaklinga óháð kynferði, kynhneigð og uppruna. Þess skal stöðugt gætt að lögum um jafnrétti kvenna og karla sé fylgt.

Laus störf

Laus störf hjá Norðuráli standa opin jafnt konum sem körlum. Talsverður kynjahalli er enn til staðar en markmiðið er að ekkert starf geti talist sérstakt kvenna- eða karlastarf.

Launajafnrétti

Launakjör starfsfólks Norðuráls eru óháð kyni og þess skal jafnan gætt að konur og karlar njóti sömu kjara fyrir sambærileg störf. Fylgst er nákvæmlega með þessu og brugðist við öllum frávikum.

Einelti og kynferðisleg áreitni

Hjá Norðuráli er lögð áhersla á góð samskipti. Ólíkum einstaklingum er sýnt umburðarlyndi og fordómar eru ekki liðnir. Tekið er á vandamálum sem upp koma og viðbrögð eru markviss. Einelti og kynferðislegt áreitni eru undir engum kringumstæðum liðin á vinnustaðnum.

Samræming fjölskyldu og atvinnulífs

Norðurál ber virðingu fyrir skyldum starfsmanna gagnvart fjölskyldum sínum. Starfsfólk eru hvatt til að taka fæðingar- og foreldraorlof.

Karlar % Konur % Meðalaldur og kynjahlutföll: Framleiðsla Viðhald Þjónustusvið Alls Meðalaldur 0 25 50 75 100

Öll saman!

Öryggi starfsfólks var í forgrunni á árinu 2018 með umfangsmikilli vinnu sem miðar að því að bæta árangur okkar í öryggismálum og öryggismenningu á öllum sviðum og öllum starfsstöðvum fyrirtækisins.

Slagorð átaksins – Öll saman! – vísar til þess að öryggi er samstarfsverkefni okkar allra. Við gætum hvers annars og hjálpumst að við að leysa hvers kyns verkefni með skynsamlegasta og öruggasta hætti. Við leggjum sérstaka áherslu á uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem starfsfólk nýtir reynslu sína og þekkingu til að leiðbeina félögum sínum og bestu lausna er leitað í sameiningu.

Starfsfólk Norðuráls og fjölskyldur okkar eru það verðmætasta sem við eigum. Þess vegna gætum við hvers annars og og styðjum í öllum verkum. Við komum heil heim hvern einasta dag, því öryggi er okkar fyrsta verkefni. Það verkefni leysum við öll saman.

Starfsfólk Norðuráls og fjölskyldur okkar eru það
verðmætasta sem við eigum. Þess vegna
gætum við hvers annars og styðjum í öllum verkum.
Við komum heil heim hvern einasta dag
því öryggi er okkar fyrsta verkefni.
Það verkefni leysum við öll saman.

 

 

 

Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum. Umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi Norðuráls eru vottuð samkvæmt alþjóðlegu ISO 14001 og ISO 18001 stöðlunum. Stöðugt endurmat og endurbætur á ferlum fyrirtækisins á sviði umhverfis- og öryggismála er tryggt.

Norðurál heldur grænt bókhald í samræmi við reglugerð nr. 851/2002 og skilar því endurskoðuðu til Umhverfisstofnunar fyrir 1. maí ár hvert. Einnig er fært útstreymisbókhald í samræmi við reglugerð nr. 990/2008. Ef einhverjar spurningar vakna við lesturinn er upplagt að senda þær á netfangið umhverfi@nordural.is og munum við reyna að svara þeim eftir bestu getu.

Við erum líka á facebook.