Norðurál 30. apríl 2017

Losun flúors miðað við starfsleyfi
(kg/t Al)
75%

Umhverfisvænasta
ál í heimi

Íslenskt ál verður sífellt eftirsóttara meðal framleiðenda sem vilja draga úr kolefnisfótspori vöru sinnar, en hvergi í veröldinni er álframleiðsla jafn umhverfisvæn og hér.

Orkan sem álfyrirtæki nota víða um heim er að mestu óendurnýjanleg og henni fylgir mikil losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi losnar allt að tífalt minna af CO2 við orkuframleiðslu. Með grænni orku og framúrskarandi framleiðslutækni leggja Íslendingar gríðarlega mikið af mörkum til að sporna gegn mengun í heiminum.

Losun CO2 vegna starfsemi Norðuráls heyrir undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins og þarf að lúta reglum þess og ná markmiðum um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

1
Starfsleyfi

Minni losunarheimildir
með aukinni framleiðslu

Álver Norðuráls á Grundartanga hefur starfsleyfi fyrir framleiðslu á allt að 350 þúsund tonnum af áli á hverju ári. Nýtt starfsleyfi sem gefið var út af Umhverfisstofnun í lok árs 2015 gildir til 16. desember 2031. Í því er dregið úr losunarheimildum fyrirtækisins fyrir flúor og brennistein.

Í nýju starfsleyfi Norðuráls fer leyfileg losun flúors úr 0,5 kg á hvert framleitt tonn af áli niður í 0,47 kg/t að meðaltali á ári ef ársframleiðsla er undir 320 þúsund tonnum. Ef ársframleiðsla er umfram 320 þúsund tonn lækkar leyfileg losun enn frekar, eða niður í 0,43 kg/t.

2
Vöktun

Grænt bókhald og umhverfisvöktun

Grænt bókhald er nákvæm skrá yfir allt efni sem kemur til álversins og allt sem fer frá því. Markmið okkar er að takmarka alla efnisnotkun eins og kostur er og gera ítarlega grein fyrir því hvað verður um öll óæskileg efni. Þetta er tilgangurinn með grænu bókhaldi.

Umhverfisvöktun felur í sér rannsóknir og eftirlit með 109 mæliþáttum í og við Hvalfjörð. Tilgangurinn er að ganga úr skugga um að starfsemi Norðuráls og annarra fyrirtækja á Grundartanga hafi ekki neikvæð áhrif á umhverfið.

Umhverfisvöktun er framkvæmd af óháðum aðilum og sýna niðurstöður ótvírætt að Norðurál uppfyllir öll viðmiðunarmörk sem sett eru í starfsleyfi og reglugerðum.

3
Framleiðsluferlið

600.542 tonn Al2O3

Framleiðsluferli áls er í raun ekki flókið. Ál er frumefni en nánast óþekkt í náttúrunni nema bundið við önnur efni, einkum súrefni. Við notum áloxíð – súrefnisbundið ál, eða Al2O3 – fíngert duft sem er flutt að Grundartanga með skipum og sogað inn í verksmiðjuna í lokuðu kerfi.

1. Áloxíð (Al2O3), rafskaut og margvíslegur búnaður eru flutt til álversins. Áloxíð er sogað úr skipinu yfir í síló við höfnina.
3
Framleiðsluferlið

4.663.000 MWst

Samband áls og súrefnis í áloxíði er afar sterkt. Til að skilja efnin að þarf ekki bara mikla orku, heldur þarf líka að finna nýjan félaga fyrir súrefnið. Súrefnið (O) er slitið frá álinu (Al) með rafgreiningu og bundið við kolefni (C). Þá myndast CO2 en eftir verður hreint ál.

2. Ál er framleitt með rafgreiningu í kerum í kerskálum – súrefni er slitið frá áli. Álverið notar um fjórðung allrar raforku sem er unnin á Íslandi.
3
Framleiðsluferlið

313.050 tonn Al

Afurðin er hreint ál sem er steypt í meðfærilegar einingar, staflað í gáma og ekið að skipi sem bíður við hafnarbakkann aðeins 600 metra frá álverinu. Norðurál vinnur hluta álsins áfram í ýmsar álblöndur sem eru allt að fjórfalt sterkari en hreint ál og mun verðmeiri. Allar afurðir álversins fara svo á alþjóðlegan markað og eru notaðar í umbúðir, samgöngutæki, raftæki, byggingavörur og ótalmargt fleira.

3. Afurðin er hreint ál sem er steypt í 24 kg hleifa, ásamt álblöndum til sérhæfðra nota. Öll framleiðslan er sett í gáma og ekið að skipi sem flytur hana á alþjóðlegan markað.
4
Ál um allan heim

Við viljum halda ferðalaginu áfram

Allar þjóðir heims eiga að leggja sitt af mörkum til að halda áhrifum mannsins á hitastig og veðurfar í lágmarki. Við viljum halda áfram að gera nýja og spennandi hluti, ferðast, læra og njóta lífsins. Léttari farþegaþotur nota minna eldsneyti og skilja því minna eftir sig af CO2 í andrúmsloftinu. Í flugvélasmíði er unnið markvisst að því að nota ál í stað þyngri málma og plastefna til að létta samgöngur heimsins. Tæp 2% alls áls í heiminum koma frá Íslandi, unnin með umhverfisvænni, íslenskri orku. Þannig stuðlum við að minni losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.

39%
Samgöngur
24%
Byggingariðnaður
17%
Umbúðir
13%
Hátæknivörur
7%
Neysluvörur
5
Umhverfisstefna

Umhverfisstefna Norðuráls

Norðurál framleiðir ál á umhverfisvænan hátt og leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við umhverfið. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa ásamt ábyrgri nýtingu orku og hráefna.

Aðgerðir 2016

Í hverjum mánuði fórum við ítarlega yfir gögn um kolefnislosun og leituðum úrbóta.
Sett voru upp græn stæði og hleðslutengi fyrir rafbíla.
5
Umhverfisstefna

Aukin þekking starfsfólks

Norðurál stuðlar að aukinni umhverfisvitund og þátttöku starfsfólks í umbótastarfi.

Allt starfsfólk Norðuráls fær bónusgreiðslur sem eru m.a. tengdar frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhverfismála.

Aðgerðir 2016

Áhrif „spennurisa“ á losun gróðurhúsalofttegunda voru kynnt fyrir starfsfólki.
Átak var gert í umfjöllun um umhverfismál í innanhússmiðlum Norðuráls.
Fræðsla til starfsfólks um umhverfismál var aukin í nýliðafræðslu og á starfsdögum.
5
Umhverfisstefna

Aukin endurnýting og ábyrg förgun

Stöðugt er unnið að því að auka endurvinnslu í smáu jafnt sem stóru.

Við hvetjum starfsfólk til að leggja af mörkum hvers kyns ábendingar sem stuðlað geta að framförum í umhverfismálum fyrirtækisins. Alls bárust 38 tilkynningar frá starfsfólki árið 2016.

Aðgerðir 2016

Losun kolefnis í flæðigryfju var minnkuð.
Lífrænn úrgangur í eldhúsi og mötuneyti er flokkaður.
Starfsfólk var frætt um flokkun úrgangs á starfsdögum.
6
Mælingar

Svona mælum við flúorgas

Mælingar á losun flúors um rjáfur kerskála byggjast annars vegar á mælingum á styrk flúorgass í rjáfrinu með leysigeisla og hins vegar á mælingum á loftmagni út um rjáfur með loftflæðimælingum.

Til samanburðar er notast við síumælingar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands (NMÍ) á styrk flúorgass í rjáfri kerskála.

Niðurstöður sem byggja á mælingum NMÍ gefa til kynna minni losun á flúorgasi um rjáfur en mælingar Norðuráls sýna.

7
Áritun endurskoðanda

Ég hef endurskoðað og yfirfarið upplýsingar sem fram koma í grænu bókhaldi Norðuráls fyrir árið 2016. Græna bókhaldið hefur verið rýnt m.t.t. þess hvort það innihaldi þær upplýsingar sem það á að innihalda skv. 6., 7. og 8. gr. reglugerðar nr. 851/2002 og hvort þær tölulegu upplýsingar sem birtar eru séu í samræmi við gögn úr fjárhagsbókhaldi og vöktun fyrirtækisins á lykiltölum í umhverfismálum.

Eftir yfirferð á gögnum er það álit mitt að græna bókhaldið sé í samræmi við kröfur reglugerðar nr. 851/2002 og gefi góða mynd af umhverfisáhrifum rekstrarins árið 2016.

Elín Vignisdóttir, landfræðingur
Reykjavík, 26. apríl 2017
Hráefnis og auðlindanotkun 2016 Magn Eining
Fjöldi starfsmanna 578 ♂/♀
Raforkunotkun 4.663.000 MWst
Olíunotkun 538.148 lítrar
Gasnotkun 90 tonn
Notkun á köldu vatni 157.593 m3
Notkun á sjó 7.884.000 m3
Heildarhráefnisnotkun 2,42 t/t Al
Innflutt hráefni 2,42 t/t Al
Eiturefni & hættuleg efni (fast) 607.846 tonn
Eiturefni & hættuleg efni (fljótandi) 553.077 lítrar
Notkun umbúða og pökkunarefnis < 400 tonn
Losun efna og meðhöndlun úrgangs Magn Eining
Losun efna í andrúmsloft
Flúoríð (loftkennt og rykbundið) F 0,35 kg/t Al
Brennisteinsdíoxíð SO2 9,30 kg/t Al
Ryk 0,69 kg/t Al
Koltvísýringur CO2 1,52 kg/t Al
Flúorkolefnissambönd, PFC CO2 ígildi 0,16 kg CO2 /t Al
Fjölhringa arómatísk vetniskolefni PAH16 0,000024 kg/t Al
Losun efna í yfirborðsvatn/grunnvatn/sjó
Seyra 0,09 kg/t Al
Olía / fita í kælivökva frá steypuskála og afriðlum < 0,5 ppm
Losun efna í holræsakerfi sveitarfélags
Tæming á rotþró 9,24 tonn
Magn úrgangs til förgunar
Pressanlegur úrgangur 0,44 kg/t Al
Förgun í flæðigryfju 41 kg/t Al
Magn úrgangs til endurvinnslu
Skautleifar og kolaryk 111 kg/t Al
Álgjall 9,3 kg/t Al
Timbur 1,2 kg/t Al
Brotajárn 3,0 kg/t Al
Pappi 0,14 kg/t Al
Plast 0,05 kg/t Al
Magn spilliefna til förgunar
Samtals spilliefni 0,029 kg/t Al
8
Yfirlýsing forstjóra og framkvæmdastjóra

Allar upplýsingar sem fram koma í grænu bókhaldi fyrirtækisins fyrir árið 2016 eru veittar eftir bestu vitund. Mengunarvarnabúnaður er samkvæmt bestu fáanlegu tækni og honum viðhaldið undir skilvirku eftirliti. Niðurstöður innri mælinga eru nýttar til umbóta með það að markmiði að lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni.

Góð umgengni við umhverfið er lykilatriði í ábyrgum rekstri fyrirtækisins og stöðugri vöktun umhverfisþátta er ætlað að tryggja að settu marki sé náð. Rekstur fyrirtækisins á sviði umhverfismála var góður á árinu og var virk vöktun framkvæmd í samræmi við vöktunaráætlun og kröfur starfsleyfis.

Ragnar Guðmundsson
Forstjóri
Gunnar Guðlaugsson
Framkvæmdastjóri
Úrgangur 2016 2015 2014  
Efni frá fráveitu (tonn)        
Seyra 28,2 36,7 27,1  
Annar úrgangur (úr rotþróm) 9,2 8,3 13,4  
Efni til endurvinnslu (tonn)        
Skautleifar 32.873 33.923 27.515  
Kolaryk 1.174 564 1.549  
Álgjall 2.915 2.319 2.236  
Brotajárn 951 766 545  
Timbur 365 396 232  
Pappi 43 22 27  
Plast 15 12 16  
Olía - olíusori 16 19 40  
Malbik - 64 75  
Hjólbarðar 5,1 5,9 -  
Rafgeymar og raftæki 5,6 2,0 2,8  
Föt og klæði 0,9 0,3 0,7  
Ljósaperur 0,2 0,1 -  
Olíumengaður úrgangur 26 23 34  
Spilliefni (tonn)        
Raftæki - spilliefni 0,2 0,4 0,5  
Spilliefni 8,6 20,0 18,7  
Málning 0,1 0,5 0,3  
Efni í flæðigryfju (tonn)        
Kerbrot 9.771 8.354 4.906  
Kolefni – skautsmiðja 1.181 1.059 1.258  
Kolefni - kerskáli 1.445 1.775 1.219  
Uppsóp 4 2 -  
Afsag af kerfóðrunarefnum 417 328 185  
Möl og jarðvegur 15 125 364  
Fastur úrgangur (tonn)        
Pressanlegur úrgangur 138 159 142  
Losun í loft        
CO2 (tonn) 474.556 482.436 460.351  
CF4/C2F6 (tonn CO2 ígildi) 49.261 22.632 19.975  
SO2 (tonn) 2.920 3.400 3.252  
Fjölhringa arómatísk vetniskolefni (kg) 7,5 17,6 16,8  
Heildarflúor (tonn) 110 94 95  
Ryk - PM10 (tonn) 217 193 203  
Notkun eiturefna og hættulegra efna        
DAG 2671 (lítrar) - 450 532  
DAG 554/20 (lítrar) 14.489 15.159 16.532  
Plicast strong mix P (tonn) 196 161 93  
Þjöppusalli (tonn) 884 450 468  
Kragasalli (tonn) 1.627 1.950 1.810  
Própangas (tonn) 90 114 115  
Dieselolía (tonn) 476 414 402  
Glussaolía (lítrar) 4.160 6.240 11.902  
Sódi (tonn) 263 176 141  
Álflúoríð (tonn) 4.217 4.860 4.531  
Áloxíð (tonn) 600.543 580.801 570.315  
Ferromangan (tonn) 9 12 10  
Ferrofosfór (tonn) 19 17 9  
Framleiðsla        
Framleiðsla á hreinu áli (tonn) 313.050 311.911 298.388  
Baðefni (tonn) 2.070 2.185 3.656  
Áloxíð (tonn) 600.543 580.801 570.315  
Álflúoríð (tonn) 4.217 4.860 4.531  
Forbökuð skaut - netto notkun (tonn) 132.704 131.494 124.841  
Própangas (tonn) 90 114 115  
Dieselolía (tonn) 476 414 402  
Sódi (tonn) 263 176 141  
Kragasalli (tonn) 1.627 1.950 1.810  
Steypujárn (tonn) 1.367 1.139 770  
Gaflar og viðgerðarefni (tonn) 674 764 660  
Raforka (MWst) 4.663.000 4.623.486 4.417.544  
Iðnaðarvatn (m3) 94.556 97.514 85.410  
Neysluvatn (m3) 63.037 74.825 56.920  
Sjór (m3) 7.884.000 7.884.000 7.884.000  
Hráefnanotkun        
Kísill (tonn) 4.343 3.834 -  
Magnesíum (tonn) 184 170 -  
Titaníum (tonn) 65 57 -  
Strontíum (tonn) 22 20 -  
Glussaolía (lítrar) 4.160 6.240 11.902  
Kæliolía (lítrar) 4.396 4.581 3.764  
Ýmis olíuhreinsiefni (lítrar) 1.060 1.040 805  
Smurolía (lítrar) 5.650 7.176 5.642  
Kísiljárn (tonn) 25 32 32  
Ferromangan (tonn) 9 12 10  
Ferrofosfór (tonn) 19 17 9  
Kolefni (tonn) 83 53 66  
Stálhögl (tonn) 55 69 50  
Tréspírur (stk) 16.600 10.850 15.350  
Rafgeymar (stk) 67 41 50  

 

Norðurál heldur grænt bókhald í samræmi við reglugerð nr. 851/2002 og skilar því endurskoðuðu til Umhverfisstofnunar fyrir 1. maí ár hvert. Einnig er fært útstreymisbókhald í samræmi við reglugerð nr. 990/2008. Ef einhverjar spurningar vakna við lesturinn er upplagt að senda þær á netfangið umhverfi@nordural.is og munum við reyna að svara þeim eftir bestu getu.

Við erum líka á nordural.is og facebook.



Gæðastjórnunarkerfi Norðuráls er vottað samkvæmt alþjóðlega ISO 9001 staðlinum. Umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi fyrirtækisins eru vottuð samkvæmt ISO 14001 og OHSAS 18001 stöðlum.


Gefið út af Norðuráli ehf., 30. apríl 2017
Skýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi.
Ábyrgðarmaður: Sólveig Kr. Bergmann
Ritstjórn: Norðurál (Sólveig Kr. Bergmann/Steinunn Dögg Steinsen)
Hönnun: Jónsson & Le'macks
© Norðurál/Jónsson & Le'macks