Spennandi sumarstörf fyrir stelpur og stráka!

Við leitum að metnaðarfullu fólki í fjölbreytt og eftirsótt sumarstörf í álverinu á Grundartanga. Í boði eru störf af ýmsu tagi við framleiðslu, raf- og vélvirkjun og fleira. Öll störfin henta jafnt körlum og konum. Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda.

Menntunar- og hæfnikröfur:

    18 ára lágmarksaldur
    Mikil öryggisvitund og árvekni
    Heiðarleiki og stundvísi
    Góð samskiptahæfni
    Dugnaður og sjálfstæði
    Bílpróf er skilyrði
Árangurstengd laun sumarfólks í vaktavinnu eru um 600.000 krónur á mánuði fyrir fullt starf. Starfsfólki bjóðast ferðir frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.
Sumarstarfsmenn í framleiðslu fara á námskeið vegna vinnuvélaréttinda.
Sótt er um störfin hér.  Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið.