
5. janúar, 2023
Norðurál leitar að hugbúnaðarsérfræðingi
Norðurál leitar að reyndum og jákvæðum forritara til starfa í þróunarteymi fyrirtækisins. Þróunarteymið tilheyrir upplýsingatæknideild og hlutverk þess er að greina, hanna og þróa stafrænar lausnir til að styðja við starfsemi Norðuráls.
Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi og góðu starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Viðkomandi mun taka þátt í öllu ferli hugbúnaðarþróunar innan teymisins og þarf að búa yfir góðri forritunarkunnáttu og greiningarhæfni auk getu til að tileinka sér ný tól og forritunarmál.